Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 29

Skírnir - 01.08.1914, Page 29
Faxi. 253 gegnum hann eins og hnífsoddur — og samstundis tók hann í fáti höndum um mittið á mömmu sinni, grúfði höfuðið niður í barm hennar og sagði blíðlega: — Mamma! Nú fann hún, að skap hans var að blíðkast og linaði ósjálfrátt tökin, og óðara smaug hann út og var allur á burt. Þá fyrst rann upp fyrir honum að hann hefði gert ljótt verk, að svíkjast svona frá mömmu sinni. Og hann grét sáran. — Guð minn góður, hvað hann vildi bæta fyrir daginn í gær! Hann hóf upp höfuðið og leit upp eftir brekkunni, sem hann átti fram undan sér. Það var spölkorn enn til hestanna. Hann staldraði við til að kasta mæðinni. Fossinn niðaði á hlið við hann, fuglarnir sungu í kring um hann, og niður dalinn rann áin, og upp í ána rann sjórinn, og mættust í breiðu hand- taki. Þeim friði, sem hann leitaði að, andaði náttúran inn i sál hans. Og hann fleygði sér niður og faðmaði mold- ina sem hann gekk á. Og jörðin var mýkri en sængin hans, og hann lá lengi, því jörðin vildi ekki sleppa hon- um. Jörðin hélt honum með seiðmagni ilms og lita og með sjálfri hvíldinni, sem hún veitti honum. Þegarhann fann þreytuna líða úr limum sínum, var eins og dular- fullir straumar rynnu milli hans og jarðarinnar og hann lagði sig fastara að henni, og sjálf tunga hans snart mold- ina og fann bragðið, og hann fann að jörðin eignaði sér líkama sinn. Hann lyfti upp höfðinu til að standa upp, en þá teygði jörðin sig eftir honum, blóm hennar réttust upp og stórir, fagrir bikarar námu við varir hans, og nasir hans teiguðu að sér angan þeirra, og hann dreypti vörum sínum í silfurskærar veigar þeirra og drakk drykk sólarinnar. En þegar hann hafði drukkið, varð hann þyrstur. Og hann sleit sig upp og hélt áfram leiðar sinnar. Frammi í dalnum voru hestarnir á víð og dreif. Hann gekk að Grána sínum, klappaði honum og gældi við hann,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.