Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 30

Skírnir - 01.08.1914, Page 30
254 Faxi. rendi síðan beizlinu hægt upp í munninn á honum og fór á bak. Hann rak hestana saman í hóp. Rauður hljóp út úr eins og vant var, og stóð svo kyr. Hann reið fyrir hann, en í sama bili grilti hann í hest lengst fram í botni. Hann skimaði yfir hópinn, og sá undir eins að Faxa vant- aði. Það var gæðingur, sem faðir hans hafði keypt fyrir hálfum mánuði úr næsta héraði, hinumegin við fjallið. Nú var hann líklegast að leggja á heiðina; það voru strok í honum, svo að alt af varð að hafa hann í hafti. Pilturinn reið fram í dalbotn og fór af baki hjá Faxa. Skelfing var að sjá aumingja skepnuna! Haftið hafði skor- ist inn í hold, og blóðið lagaði úr fótleggjunum. Ætli aldrei hafi verið skift um haft síðan hann kom? Hann klóraði honum bak við eyrun, hesturinn lagði höfuðið flatt af feginleik; svo kysti hann á annað augnalokið á honum, svo beygði hann sig niður til að taka hann úr haftinu. — Það er ekki að furða, þó þú sért haftsár aum- inginn! Hófskeggið kvikaði til, eins og fóturinn gretti sig við sársaukann. — Biddu við, Faxi minn, eg skal fara ósköp, ósköp hægt, bíddu við, klárinn minn! Hófskeggið kvikaði aftur. — Blessuð skepnan, þú átt ekkert mál, þú getur ekki hljóðað og sagt að þú kennir til. Hesturinn tók upp fótinn. — Bíddu nú rólegur, Faxi minn, bara að losa haftið, og svo þegar við komum heim, skal eg þvo sárið þitt og binda um það karbólbindi, og eg skal skifta hvern dag, og strjúka aumingja sáru leggina þina! Hesturinn glefsaði til hans. — Ætlarðu að bíta mig, Faxi minn? Það máttu ekki gera! Eg er ekki að gera neitt slæmt við þig. Eg sem ætla að lofa þér að ganga frjálsum, eg sem ætla að taka haftið upp úr sárinu, svona, svona, nú er eg alveg að enda. — Utanvert á öðrum fætinum toldi haftið niðri í sárinu..
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.