Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 33
Pereatið 1850.
257
!það væri þýðingarlaust að þvinga þá til að vera í bind-
indi því þeir gætu ekki haldið það, én rektor sagði, að
þeir skyldu vera í því. Þá tóku nokkrir af okkur hin-
um til máls í nafni allra á þessa leið: Eigi að þvinga
þessa 10 til að vera í bindindi, sem þeir munu von bráð-
ar brjóta, þá segjum við okkur allir úr því, en fái þeir
lausn, skulum við hinir halda okkar bindindi, enda væri
það samkvæmt lögunum, að þeir, sem hefðu brotið þris-
var, skyldu rækir úr félaginu, og að neyða pilta til að
vera í slíku bindindisfélagi sem þessu, væri til ævarandi
smánar fyrir skólann og ilt dæmi fyrir almenning. Rektor
svaraði ekki öðru en hinu saraa, að við skyldum vera all-
ir í þvi, en vér sögðum enn nei, var þá fundi slitið. Eng-
in kensla framfór undir það viku og fréttum við, að kenn-
arar og stiptsyfirvöldin sætu daglega á fundum. Upp-
ástunga hafði verið gerð um það að decimera1), en gamli
Scheving verið því móthverfur og eftir vanda haldið taum
pilta.
Að morgni hins 17. janúar kl. B1/^ kom rektor ásamt
hinum kennurunum upp í skóla og boðaði okkur upp í
alþingissal, og héldum við fyrst, að það væri til að halda
bænir eins og vant var, en i stað þess fór hann sjálfur
að lesaraborðinu og hélt yfir okkur allsnarpa ádeiluræðu,
en þó hefði líklega alt farið að sköpum, ef hann hefði
ekki endað2) með þessum orðum: »Þið eruð flestir ef ekki
allir gróðrarstía allra lasta og ódygða, og farið þið nú
■ofan í tíma«3). -J
Einmitt við þessi orð fór blóðið í drengjum í fullkom-
inn hita; við stóðum allir upp, sögðum nei, rukum út,
mema fáeinar eftirlegukindur, og yfir á Skildinganesmela,
*) Eeka tíunda hvern pilt burtu.
2) Þetta er ekki rétt, eins og ræðan ber með sér.
s) Hér skrifar Sigmundur neðanmáls: Eg ímynda mér að bann
'bafi sjálfur eyðilagt ræðuna, eða þá erfingjar bans, svo hana sé —
því miður — bvergi að fá. — Þetta er samt ekki rétt, eg befi baft tvö
afrit af henni með eigin hendi rektors.
17