Skírnir - 01.08.1914, Page 40
264
Pereatið 1850.
sér í hinar margvíslegu deilur lífsins. Hann er auk þess
þegar farinn að eldast, og því vegna tilhneiginga sinna
til vísindaiðkana samfara vaxandi aldri og lífsreynslu,
miður fær til þess að þjóna þessu vandasama embætti, og
eins og nú er ástatt við skólann, og á þessum byltinga-
tímum ekki fær um að halda uppi aga meðal svo margra
ungra manna, sem eru gripnir af tíðarandanum, og þetta
er honum því erfiðara, sem meðkennarar hans, þó að öðru.
leyti séu heiðarlegir menn, geta ekki veitt honum nauð-
synlega aðstoð«.
í umsögn sinni um málið segir Brynjólfur Pétursson,.
að þessi lýsing á rektor sé í alla staði rétt, enda ber öll-
um sem þektu, saman um, að eins ágætur kennari og
Sveinbjörn var, eins lélegur stjórnari hafi hann verið.
Þessu næst verður það engan veginn varið, að stifts-
yfirvöldin bæði hafa sýnt óhæfilegan þrekskort meðan á
uppþotinu stóð og eftir á gert óheppilegar ráðstafanir. L
skýrslu sinni til stiftsyfirvaldanna 17. jan. heimtuðu rekt-
or og kennarar Arnljót Olafsson rekinn úr skóla. Þetta
virtist næsta sjálfsögð krafa, hvernig sem málið að öðru.
leyti var vaxið, en þetta þorðu þau ekki af ótta við al-
menn samtök milli pilta.
Astæður stiftsyfirvaldanna til þess að hafast ekkert að
gegn piltum út af pereatinu, voru aðallega þær, að þau.
vonuðu að piltar mundu sjá að sér með tímanum, og að
feður þeirra, forráðamenn og aðrir venslamenn þeirra í
bænum mundu sýna þeim fram á, að þeir hefðu gert rangt
í að hegða sér svona, en þetta reyndist á alt annan veg,
því samúð bæjarmanna og annara var yfirleitt með pilt-
um. — Þegar það því var sýnt, að tíminn mundi ekki
ætla að hafa nein betrandi áhrif á pilta, segjast þau hafa
tekið málið á ný til yfirvegunar. Hafi þá verið um tvent
að gera, að uppleysa skólann alveg, því það hefði orðið'
afleiðingin af brottrekstri forsprakkanna, eða halda skól-
anum við til vorsins, þangað til stjórnin gæti úrskurðað'
málið, og þann kostinn hafi þau tekið. Ástæður þær sem
þau tilfæra gegn uppleysingu skólans eru þær, að þetta