Skírnir - 01.08.1914, Side 44
268
Pereatið 1850.
meðal frændur þínir Stefán Björnsson1) og Bjöm Péturs-
son, sem eftir stjórnarinnar skipun áttu að gista eitt ár
enn í Reykjavíkurskóla, sitja heima og líklega hætta öllu
saman«. Þó varð ekki úr þessu, en allnauðugir fóru piltar
samt í skóla um haustið, og síra Stefán segir, að einn
þeirra, Magnús frændi hans Hannesson Stephensen, léti
bera sig inn í skólann, til merkis um að ekki færi hann
þangað viljugur.
Fljótt heíir þó gott samkomulag orðið milli pilta og
rektors aftur, því svo skrifar rektor í bréfi til Jóns Sig-
urðssonar2), dags. 5. mars 1851: »Nú er ástand skólans
hið bezta, svo að það þarf engan að fæla, og frá því eg
kom til skólans, hefi eg aldrei reynt pilta eins auðsveipa
og nú. Eg bjóst altaf við því, að eftir storm mundi
koma lognc.
Hann var þó ekki lengi við skólann úr þessu, heldur
fékk hann lausn í náð 15. júní sama ár. Bæði hann og
stiftsyfirvöldin létu það eindregið í ljósi við stjórnina, að
þau teldu Jón Sigurðsson langfærasta manninn til að taka
við stjórn skólans, en þá kom þjóðfundurinn sam3umars,
og þar með var það útilokað, þó þess hefði ef til vill áð-
ur verið kostur, sem er alveg óvíst, því Madvig gamli
hélt málfræðiskandidötum fast fram. En ósjálfrátt verður
manni á að spyrja, hvort saga skólans hefði eigi orðið
öðruvísi frá 1851 fram yfir 1870, ef Jón Sigurðsson hefði
orðið rektor í stað Bjarna.
Kl. Jónsson.
‘) Hálfbróðir Magnnsar, síðast sýslumaðnr i Arnessýsln, f 1891,
hann fór ekki i skóla aftur, heldur sigldi og var útskrifaður árið eftir
af Magnúsi til examen artium.
2) Lhs. 595 4to.