Skírnir - 01.08.1914, Síða 48
272
íhald og framsókn.
feðranna. Við og við varð þó að breyta til, og sú ný-
'breytni kom oft svo að segja af slysni, en ekki af fram-
sýni. En við margháttaðri reynslu og lífsháttu óx vit og
skilningur. Reynslan sýndi húslausum villimanninum að
í úrkomu og kulda var »meiri hagnaður* að skríða í skjól
en að standa á bersvæði, að slútandi klöpp var betra
skýli en þverbeinn hamar, og hellir hagkvæmari en skúti.
En þar sem gista þurfti i hellislausu skóglendi mátti gera
kofa úr greinum einum, sem hallað var upp að steini
og þannig gera villimenn á Ceylon hús sín þann dag í
dag. En annarstaðar hefir framþróunin haldið áfram.
Einhver rammaukinn byltingaseggur hefir síðar fundið
það ráð, að gera skýlið alveg úr greinum, sem mættust í
mæni; aðrir taka við og halda húsgerðarlistinni áfram,
unz því stigi er náð, sem þurfti til að byggja Péturskirk-
juna og risaborgir nútímans. Með þessum hætti hefir öll
framför orðið á hverju sviði menningarinnar, hefir byrjað
sem hugmyndir í vitund hinna skygnu framfaramanna og
með atfylgi þeirra orðið að veruleika. En í flokki þeirra
sem bæta og breyta í heiminum, má ávalt finna tvær teg-
undir manna, fyrst nokkurs konar frumherja, sem sjá inn
í leyndardóma tilverunnar, ný sambönd, nýjar skýringar,
ný ráð, og að baki þeim sporgöngumenn þeirra, sem engu
auka við hin nýfundnu sannindi, en eru breytingagjarnir
í huga og fúsir til að veita viðtöku og útbreiða nýjar
hreyfingar. Þessir menn eru eins og stækkandi glerhjálm-
ur leifturvitans, sem margfaldar ljósmagnið og þeytir því
út í dimman geiminn. Ef ekki hefðu verið margir slíkir
auðunnir breytingamenn mundi mörg holl nýjung hafa
dáið sem útburður, verið of orkulítil til að sigrast á al-
gerðu skilningsleysi kyrstöðunnar. En allir framsóknar-
menn eiga sammerkt í því, að þeir lifa fremur í framtíð
en nútíð, að þeir standa ætið með staf í höndum, reiðu-
búnir til ferðar.
Ef ótti við alt hið óþekta er frumafl íhaldsseminnar,
þá er v a n i n n annar veigamesti þáttur hennar eins og