Skírnir - 01.08.1914, Page 69
h rif klanstranna á íslandi.
29»
fer að skýra frá jarteinum Jóns ögmundssonar. Þar segir
svo: »En þó at grandalaust líf ok góðir siðir, elska ná-
ungs ok ástsemd viðr guð, ok miskunnarverk, auðsýni
mannsins verðleik ok heilagt meðferði, framarr en öll
tákn ok jarðteina gerðir, þá þykkir þó mörgum f á v i t r-
um mönnum, sem nær fyrir einsaman stórmerki jar-
teinanna vaxi mest fyrir guði heilagleikr mannanna: því
munum vér segja fá luti af heilagum Jóni . . .« o. s. frv.
Eg hygg að þeir klausturmunkar í öðrum löndum hafi
verið teljandi, sem þannig hefðu ritað, og haft jafnheil-
brigða skoðun í þessu efni, eins og hér kemur fram. Það
er næstum eins og hann afsaki, að hann segir frá jartein-
um Jóns biskups, en jarteinir voru þá oftast aðalefni sagn-
anna og þótti ekkert jafnast á við þær. Og ólíklegt er,
að sá maður, er telur það merki um fávizku, að meta
jarteinir mest, hafi sjálfur gert mjög mikið að því að út-
breiða jarteinasótt. Auðvitað trúði Gunnlaugur á jarteinir.
Þess vegna teiur hann sig skyldugan til að skýra frá þeim.
En það er virðingarvert, hve lítið hann gerir úr þeim.
Og svo mun hafa verið um fleiri klaustramenn samtímis
honum. Og eg hygg að mest hjátrú og hindurvitni hafi
komið úr alt annari átt en frá klaustrunum.
Þá komum vér að því, sem víða annarstaðar en á
íslandi hefði mátt byrja á, en það eru áhrif klaustranna
á kirkjuna og kirkjuvaldið. Þessi áhrif voru víða í Evrópu
geysimikil, og óhætt að segja, að munklifnaðurinn sé einn
af aðalþáttum kirkjusögunnar. Þar átti kirkjan og páf-
arnir eina sína allra sterkustu stoð. Þaðan komu kirkj-
unni hvað eftir annað nýir lífsstraumar. Þaðan komu páfun-
um öflugustu fylgismenn til góðs og ills. En alls þessa
verðum vér sáralítið varir á Islandi. Klaustrin íslenzku
urðu aldrei slíkt afl í sögunni. Og þó fer ekki hjá því,
að einnig í þessu efni eru klaustrin á íslandi ekki áhrifa-
laus. —
Þó að kirkjulegur andi upp á miðaldavísu væri ekki
mikill á Islandi, þá má þó eiga nokkurn veginn víst að