Skírnir - 01.08.1914, Qupperneq 76
300
Hafa plönturnar sál?
eða þegar skáldið lætur Guðrúnu Gjúkadóttur segja:
„Einstæð emk orðin
sem ösp i holti,
fallin at frændum,
sem fura at kvisti,
eða þegar Bjarni Thorarensen kveður um látinn vin sinn:
„Viður var mér áður
vaxinn fríður að síðu,
vestan ég varði hann gusti,
varði’ hann mig austanblástrum11,
eða þegar Sigrún hans kvartar um að hún skrifi illa og
hann svarar með þessum indælu orðum:
»Nær bað rós, þá risti
rún, af vindi skekin,
nauðug á sjávarsandi,
sér að fyrirgefa ?“
— þá finst okkur þetta alt jafneðlilegt og satt eins og
sálmurinn: »Alt eins og blómstrið eina«. Og þegar Einar
Benediktsson segir:
„Mér finst eins og speglist fjötruð sál
í frjóhnappsins daggarauga11,
þá lýsir hann einmitt tilfinningu sem er æfagömul í brjóst-
um mannanna og enn á sér þar voldug óðul. Þjóðirnar
hafa í bernsku trúað því að plönturnar hefðu sál og sagt
er að margar miljónir Indverja trúi því enn í dag, eins
og þegar »Sakuntala« var rituð: »Sakúntala mín!« sagði
önnur vinstúlkan, »þú átt mikið hrós skilið fyrir það, að
þú hlýðir boðum Kanva föður okkar og vökvar trén svo
kostgæfilega*. »Ekki skaltu halda«, sagði Sakuntala, »að
það sé einungis skipun föður okkar, sem gerir mig kost-
gæfna, þó hún ein mætti vera mér nóg hvöt. Það kem-
ur eins mikið til af því, að eg sjálf elska þessar plöntur
eins og eg væri systir þeirra. Eg skoða vandlega á þeim
hvern nýútsprunginn laufhnapp, og þykir svo hjartans
vænt um, þegar blessað ungviðið, sem eg vökvaði kvöld-
inu áður, vaknar endurhrest á morgnana og teygist með
limar sínar og laufblöð upp á móti ljósinu eins og til að
færa þakkir; eða þá þegar trén eru þyrst og benda mér
biðjandi með sínum laufkviku greinum, að koma og vökva