Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 85
Hafa plönturnar sál?
30»
unurn og til styrktar þeirri skoðun að plönturnar séu
gæddar sálarlífi. Því iniður get eg ekki hér farið út í hin
mörgu sérstöku atriði í lífi plantnanna er honum virðast
benda á sálarlíf, svo sem það hvernig plantan vex. ber
brum, blöð og blóm, eftir því hvernig næringarefnin, loft-
ið og ljósið verka á hana, hvernig hún lagar sig eftir atvik-
unum, snýr sér, beygir sig, vindur sér, opnar blómin og
lokar þeim, o. s. frv. Tökum t. d. hvernig vafningsplant-
an leitar að stoð til að vefjast um: vex fyrst beint upp
dálítinn spöl, þá til hliðar og vindur sig í hring; finni
hún enga stoð í fyrstu umferð, fer hún aðra stærri; finni
hún enn enga stoð, fer hún til jarðar og skríður um skeið,
lyftist á ný og þreifar á sama hátt og fyr; finni hún þá
stoð, vefur hún sig um hana meðan hún endist, leitar upp
fyrir endann á sama hátt og fyrst, og skríður á ný, ef
hún finnur ekki stoð. Alt hennar atferli virðist benda á
skynjan og hvatir.
Fechner hugsar sér að sálarlif plantnanna sé hrein
skynjun, líkt og hjá nýfæddu barni, án allra endurminn-
inga og án hæfileika til þess að sjá fram í tímann.
Plantan lifir þá algerlega í líðandi stundu. En þrátt
fyrir það getur þetta skynjanalíf verið með miklum krafti
og líklega nær það hæst þegar plantan blómgast. Af því
að plantan er svo niðursokkin í það að vaxa og blómg-
ast, af því að hún verður löngum að v a x a þangað sem
hún þarf að ná, í stað þess að dýrin geta f 1 u 11 sig
þangað, þá þykir Fechner ekki ólíklegt, að hún hafi að-
kenningu þessa vaxtar eins og vér hreyfinga vorra, og
gæti hún þá af allri sálu sinni tekið undir með Stephani
G. Stephanssyni:
„Sæla reynast sönn á storð
sú mun ein: a ð g r ó a“.
Það er auðvitað ekki gott að gera sér í hugarlund hvern-
ig skynjunum plantnanna er varið. En mundu þær ekki
með rótaröngum sínum bragða næringarefnin sem þær
draga úr jörðunni. Þær lifa á þeim efnum er dýrunum
er varnað að njóta, og margt yrði ósmakkað, ef plönturn-