Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1914, Side 86

Skírnir - 01.08.1914, Side 86
310 Hafa plönturnar sál ? ar hefðu ekkert bragð. Hver þeirra velur það sem h e n n i gezt að úr sama jarðvegi, eins og þær hefðu mismunandi smekk. Getur þá ekki hver rótarangi, sem plantan dreg- ur næringu að sér með, verið henni tunga? Og mundu þær ekki finna ilminn sem streymir frá blómum þeirra og heillar oss eins og ljúflingslag? Hvenær vita menn þess dæmi, að sá er lagið heyrir finni meira til þess en söngvarinn sjálfur? Mundi ekki ilmurinn vera mál blómanna, boð frá einni blómasál til annarar? Ilm- laus blóm væru þá eins og vesalir málleysingjar. Og hver veit þó nema blómin geti skynjað aðrar kveðjur. Hver planta titrar í blænum á sína vísu. Hver hennar hreyfing nær út í yztu rótaranga og hvert hennar blað bærist með. Mundi hún ekki finna storminn eða andvar- ann er líður um hana og hreyfir hana. Hún er eins og þanin hljóðhimna frá efstu grein og ofan í rætur. Hver veit þá nema tré og blóm séu sálarharpa, sem stormurinn leikur á, og hver veit nema ein plantan skynji hljóðöld- urnar sem frá annari koma, eins og vér orðin sem líða öðrum af vörum? Mundi ekki plantan finna það þegar skordýrið sýgur blómið, svo að eitthvað væri satt í sögunni hans Jónasar um »fífil og hunangsflugu« ? Mundi ekki plantan finna daggardropa á morgnana eins og svalandi stjörnur á blöðum sínum og þegar sólin rís ■og speglar sig í þeim, skyldi það þá ekki vera eins og þægilegir vermandi hitadeplar? Hví skyldum vér kjósa að telja sálardrykkinn tómt vatn, þar sem oss er frjálst að gera sálardrykk úr vatninu? Og hvað mun þá ljósið vera plöntunni? öll hennar lífsstörf eru því háð. Hún hefir að vísu ekki sams konar augu og vér, þar sem skapist myndir af hlutunum um- hverfis. En hún þarf þess ekki heldur, því hún þarf ekki að elta þá eins og vér. Til þess þurfum vér að sjá mynd af þeim. Það sem plantan þarf með kemur til hennar. En öll hennar blöð og blóm eru næm fyrir áhrifum ljóssins og hún opnar sig fyrir því og leitar í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.