Skírnir - 01.08.1914, Síða 88
312
Hafa plönturnar sál?
Engin skynlaus vél getur v a 1 i ð, eða 1 e i t a ð að því*
sem hana vantar, en það virðast plönturnar gera.
Sóldöggin er fræg fyrir það að hún »rænir og deyðir
dýrin smá«. »Blöð hennar eru útbreidd, bláðkan nærri
kringlótt með löngum kirtilhárum á efra borði, einkum á
röndunum, og er slímdropi á hverjum hárbroddi. Þegar
smáskordýr, t. d. mý, festa sig í slíminu á einu hárinu,
beygja hin sig að því til að halda því fastara. Lætur
það þannig líf sitt, leysist upp í slíminu og plantan sýgur
i sig þau efni úr því er hún getur notað«. Ef nú stærra
skordýr sezt á eitthvert blaðið en það getur valdið, t. d.
fiðrildi, þá ráðast hin blöðin að því með samtaka hreyf-
ingum. Stundum hjálpast öll blöðin að, nema þau allra
yngstu, og jafnvel fjarstu blöðin teygja sig í áttina. Þau>
veita hvert öðru »slíkt sem hönd hendi og fótur fæti«. Slík-
ar samtaka hreyfingar er laga sig eftir ástæðunum
þykja benda á sálarlíf.
Þá nefna þessir plöntufræðingar ýms dæmi þess
hvernig plöntur breyta lífstörfum sínum og háttum á hag-
kvæman hátt eftir þvi sem lífskjörin breytast, en þau efni
eru flest svo flókin, að eg get ekki farið út í þau frekar..
Eg get þó ekki stilt mig um að minna á sögu sem
franska skáldið og heimspekingurinn Maeterlinck segir í
bók sinni um »vit plantnanna« af aldargömlu lárviðartré,
er hann sá í gljúfrum nokkrum á Suður-Frakklandi. Storm-
urinn eða þá einhver fuglinn hafði flutt fræið utan í klett
sem reis lóðréttur eins og veggur yfir ferlegu gljúfrinu.
»Þarna var tréð fætt tvö hundruð metrum fyrir ofan vatns-
fallið, aflukt og einmana, innan um steinana heita og
ófrjóa. Frá fyrstu sturd hafði það sent blindar ræturnar
í langa og erfiða leit eftir torfengnu vatninu og eftir gróð-
urmold. En það var nú ekki annað en arfgeng fyrir-
hyggja trjáteguhdar, sem þekti suðræna þurkinn. En tein-
ungurinn ungi varð að leysa úr efiðara og óvæntara við-
fangsefni. Hann kom út úr lóðréttum vegg, svo að ennið
vissi ofan í gljúfrin í stað þess að hefjast mót himni.
Hann hafði því, þrátt fyrir vaxandi þunga greinanna, orð-