Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 101

Skírnir - 01.08.1914, Page 101
Ritfregnir. 325 um, eSa réttara sagt, móður hans, sem þá var nýlega orðin ekkja, ókeypis kenslu og viat fyrir hann í kaþólskum skóla íFrakklandi; var það eftir vísbending frá Einari sál. Ásmundssyni í Nesi, að hann var til kjörinn fararinnar. Fyrstu sjö kapítular bókarinnar eru um aðdrög og undirbúning fararinnar, skilnaðiun við móður hans og áminningar hennar. Er frásögnin þar víða mjög þýð og innileg. Hinn hluti bókarinnar, eða 16 kapítular, er um sjóferðina og það sem við bar á henni, alla leið frá því hann fer á skipsfjöl á »Valdemar« frá Rönne norð- ur á Akureyri og þar til hann stígur fæti á land í Kaupmannahöfn umkringdur af fjölda Hafnarsveina, sem þyrpast að honum og stara á íslenzku sauðskinnsskóna hans, sem tröll á heiðríkju, óvanir slík- um fótbúnaði. Hór er eigi timi né staður til að rekja innihald bókar þessar- ar, enda er efnið yfirleitt fremur smávægilegt, svo sem oft vill verða í ferðasögum, en þó er lestur hennar ánægjulegur, því að yfir henni allri hvílir einhver góðmenskubragur og framsetniugin er svo lótt og lipur. Hún er ný sönnun þess, að »það er stíllinn, sem lætur bækur lifa«. — Og það ráð vildi eg gefa þeim löndum mínum, sem einungis eru stautfærir í þýzku, að lesa bók þessa; eg þekki enga lóttari á því máli, enda auðskilið að svo sé, því að hún hefir að nokkru leyti íslenzka hugsun og framsetning að bakhjalli. Allur er frágangur bókarinnar hinn vandaðasti og verð á henni innbundinni í smekklegt band einungis 4 mörk og 80 pfennig (hór- umbil 4 kr. og 30 aurar). Jón Jakobsson. Pétnr Zophoníasson: Ættir Skagfirðinga 1910. Reykjavík Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. 1914. Bók þessi er 440 + VIII. bls. í stóru 8 bl. broti, og er henni skift í þrjá kafla. í hinum fyrsta eru raktar ættir 659 manna, er búsettir voru í Skagafirði 1910, í öðrum eru raktar ættir 104 manna »mest úr Skagafirði«, og i þriðja kaflanum eru fornættir raktar, en það er föður- og móðurætt Lofts ríka, ætt Kristínar Oddsdóttur fylgikonu hans, ætt (Kristínar Eyólfsdóftur) konu Gísla biskups Jónssonar og ætt Vatnsfjarðar-Kristínar. Eru þetta ættir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.