Skírnir - 01.08.1914, Qupperneq 105
Útlendar fréttir.
Heimastjórn fra. Lagafrumvarp um heimastjórn íra hefir nú’
verið samþykt þrisvar í neðri málstofu enska þingsins, og verður
því að lögum, hvort sem efri málstofan samþykkir það eða ekki.
En jafnframt því, sem frumvarpið verður lagt fyrir efri málstofuna,
hefir stjórnin ákveðið, að leggja þar fram frumvarp til fylgilaga við
heimastjórnarlögin, er veita eiga Ulsterbúum undanþágu frá lögun-
um, eða að minsta kosti mörgum hóruðum í Úlster, þar sem mót-
mælendatrúarmenn ráða mestu. íhaldsflokkurinn enski hefir barist
með miklu kappi gegn heimastjórnarlögunum, og af mótmælenda-
trúarmönuum í Úlster hefir þeim verið mótmælt af slíku áfergi, að
þeir hafa hótað uppreisn, ef þeim væri ætlað að lenda undir lög-
gjafarvaldi hins væntanlega írska þings, og viðbúnaður til fram-
kvæmda á þeim hótunum hefir verið mikill. Eftir því sem nær
leið fullnaðarúrslitum málsins i neðri málstofu enska þingsins, urðu
uppreisnarógnanirnar háværari og háværari í Úlster, og átti með
því að hræða stjórnina og þingið frá því, að láta frumvarpið ganga
fram. En Asquithsstjórnin hefir ekki látið undan, og hefir þó átt í
megnum vandræðum út af þessu. Aðalforingi Úlstermanna í þess-
ari deilu er Sir Edward Carson. Fann hefir gengist fyrir sjóðs-
stofnun meðal Úlsterbúa til þess að standast kostnað af uppreisn,
og náð saman til þess miklum fjárhæðum. Sjálfboðaherlið hefir verið
myadað þar með miklum gauragangi, og vopn hafa verið flutt inn
í landið.
Irland er að stærð 83,810 ferkilóm. og íbúatala þar 4T/2 milj.
Landið skiftist í fjóra landsfjórðunga, og er Úlster nyrzt, Leinster
austast, Munster syðst og Connaught vestast. Landsfjórðungunum
er aftur skift í greifadæmi. Úlster er 22,189 ferkílóm. og íbúa-
tala þar nær 2 miljónir, og er rúm 1 miljón þar af mótmælenda-
trúar, en þar fyrir utan er kaþólsk trú ráðandi á írlandi. Það er
mótmælenda-trúarflokkurinn, sem risið hefir upp gegn heimastjóru-