Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 107
Útlendar fréttir.
3tíl
iþingsins og senda fulltrúa þangað. Þetta bráðabirgða-ákvæði skyldi
standa fyrst um sinn í 6 ár, en að þeim liðnum skyldi sú stjórn,
sem þá færi með völdin, greiöa úr málinu eins og bezt þætti henta.
írski flokkurinn í þinginu hafði fallist á þetta, en íhaldsmenn vildu
ekki taka því, en heimtuðu, að málið yrði borið undir kjósendur
við nýjar kosningar. Var svo heimastjórnarfrum varpið samþykt til
fullnustu í neðri málstofunni, eins og áður segir, með miklum at*
kvæðamun. En jafnframt 1/sti stjórttin yfir því, að um leið og
frumvarpið yrði lagt fyrir efri málstofuna kæmi þar fram frumvarp
til fylgilaga við það, og þar yrðu settar þær tilslakanir, sem gerð-
ar yrðu fyrir Ulsterbúa frá lögunum. Stendur við þetta nú En
í Irlandi er konún upp ný hreyfing, sem ógnar með almennii upp-
reisn frá írska flokksins hálfu, ef heimastjórnarlögin, sem samþykt
hafa verið, komi ekki í gildi. Þjóðernisflokkurinn írski, með for-
ingja sinn Redmond í broddi fylkingar, rís þar upp gegn Úlster-
mönnunum og mótmælir því, að þeir verði til þess að hindra
það, að Irland fái það stjórnarfyrirkomulag, sem mikill meiri hluti
landsmanna óskar eftir.
Óeirðir í Mexíkó. Síðau Diaz forseti var flæmdur burt frá
Mexíkó, hefir aldrei lint þar róstum og styrjöldum. Eftir morð
Maderós forseta hefir Huerta hershcfðingi hangið þar við völd, en
alt landið logað í uppreisnarbáli. Helztu foringjar uppreisnarmanna
heita Villa og Carranza, báðir hershöfðingjar. Hafa þeir haldið
uppi stórum herflokkum móti stjórninni, telja Huertu fara ólöglega
með völdin og heimta, að hann víki sæti, enda var hann aldrei lög-
lega kosinn forseti, heldur tók hann við til bráöabirgöa eftir Maderó,
en kosning á forseta, er fram fór nokkru síðar, varð ógild, og Hu-
erta hélt völdunum þá upp á sitt eindæmi. Stjórn Bandaríkjanna
hefir eigi heldur viljað viöurkenna hann lögmætan forseta eða stjórn
hans lögmæta stjórn. Nú er því svo varið, að ýmsir útlendir menn
eiga miklar eignir í Mexíkó, í fyrirtækjum o. s. frv., einkum þó
Bandaríkjamenn, og þótti þeim alt það eins og í hers höndum,
meöan ástandið væri svo, að alt logaði í uppreisn og stjórnin gæti
ekki friöað landið. Var þetta sífelt kært fyrir stjórn Bandaríkj-
anna, en samkvæmt Monroereglunni heimtar hún, að ríki utan
Ameríku láti mál Mexíkóríkis afskiftalaus, en heldur því fram, að
það só sitt verk að taka þar í taumana, ef með þurfi.
Fór nú svo, að Bandaríkjastjórn þóttist verða að hlutast til
■um óeiröir,. sem urðu í hóraðinu kringum Tampico, sem er hafn-
arbær á austurströnd Mexíkó, og eru þar olíunámur miklar, sem