Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 109
TJtlendar fréttir.
333
etjórnina. En svo óvingaSist með honum og furstanum, og Essad
krafðist lausnar frá embættinu. Var þá uppreisn í héraðinu kriug-
um Durazzó, en það er höfuðborgin og aöseturstaöur furstans.
Essad var grunaður um, að hann stæði á bakviö þær óeiröir. Vil-
hjálmur fursti baðst þá hjálpar utan að frá, og sendu ítalir og
Áusturríkismenn herskip til Dúrazzó. TJrðu nú skærur milli upp-
reisnarmanna og varnarliðs furstans, og var skotið á hús haus og
sagt, að Essad pasja hefði sjálfur hleypt af fyrsta skotinu. En
árásin var stöðvuð af Austurríkismönnum og ítölum, frá herskip-
unum á höfninni. Síðan var Essad tekinn fastur og fluttur út á
herskip Áusturríkis, en þaðan yfir til Ítalíu og látinn þar laus
gegn loforði um, að láta málefni Albaníu afskiftalaus og fara ekki
heim þangað aftur nema með leyfi furstans. En eftir þessa viður-
eign hefir uppreisnin mjög magnast í landinu. Furstinn helzt þar
aðeins við með hjálp útlendinga, og eitt sinn flýði hann bústað
sinn þar með fjölskyldu sína og leitaði hælis á herskipi frá Italíu
þar á höfninni. Essad pasja var mikils metinn maður þar
í landinu og á þar miklar eignir. Tyrkir, sem þar eru fjölmenn-
ir, vilja ekki hafa yfir sér kristinn fursta, og óska helzt að standa
undir soldáni Tyrkja í Konstantínópel. — Áður en þessi síöasta
orrahríð hófst höfðu Grikkir í Epírus, sem er syðsti hluti Albaníu-
ríkisins, gert uppreisn, og neituðu þeir harðlega að þeir yrðu sefctir
í eitt ríki með Albönum, en kváðust vilja sameiningu við Grikk-
land. Lýstu þeir yfir, að ef þeir fengju þetta ekki, þá mynduðu
þeir sérstakt ríki. Lauk þessu svo, að þeir fengu allríflega sjálf-
stjórn í sambandi við Albaníu. En líklegt er, að ekki líði á löngu
áður en þeir hafa sitt mál fram og sameinast Grikklandi. Stór-
veldin eru nú í mestu vandræðum með Albaníu. Þau eru að senda
þangað herskip til þess að halda öllu í skefjum, en lítil líkindi til
að þeim takist að stilla þar til friðar að fullu. Er mjög vandséð
enn, hvað verða muni um þetta nýja furstadæmi, og engin líkindi
til að Vilhjálmur fursti haldist þar við til langframa.
Hervarnamál í Svíþjóð. Síðastliðinn vetur urðu miklar skær-
ur í sænska þinginu út af hervarnamálum. Ýmsir, og þar á meðal
einna fremstur í fokki Sven Hedin Asíufari, hafa vakið þar mikla
hreyfingu á síðustu missirum í þá átt, að fá mjög auknar hervarnir
landsins, einkum þeim megin, sem að Rússum veit. Telja þeir
Skandinavíuskaganum yfirvofandi hættu búna frá Rússlandi, og
hefir það aukið mjög á þann ótta, að hvað eftir annað hefir nú á
síðkastið orðið uppvíst um hernjósnir frá Rússa hálfu í Svíþjóð.