Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1914, Síða 3

Skírnir - 01.12.1914, Síða 3
Hefir jörðin sál? 33» hlaupum um jörðina, fugl flýgur eða steini er kastað, þá finst oss eins og þetta sé alt laust við jörðina, en vér gleymum þá að telja andrúmsloftið með jörðunni. Fuglinn á fluginu er bundinn við jörðina með bandi þyngd- arinnar og áfastur henni með loftinu. Það er aðeins þéttari hluti sem slær öldur í þynnra hluta jarðar. Vér erum iuktir í hinum gagnsæja hluta jarðar, andrúmsloft- inu, eins og flugur í rafi. Munurinn er sá, að flugan deyr í rafinu, en vér getum ekki lifað öðruvísi en í loftinu, eins og hvert líffæri lifir aðeins í sambandi við likamann. Jörðin er í rauninni miklu samfastari heild en líkami vor; vér getum mist heila líkamshluta, fót, hönd, osfrv., en jörðin er ein og ódeilanleg, enginn hnífur fær af henni sniðið, enginn stormur af henni blásið neinu, hún er ó d e i 1 i í eðlisfræðilegum skilningi. Húd veldur því sem hún held- ur. Maðurinn er laus í sér; þegar hann þykist sem fast- astur fyrir, ber hann vatn í hripi. í líkama hans koma efnin og fara, þar er rifið niður jafnskjótt og bygt er upp. Loks leysist hann upp. Eftir nokkrar aldir er hann fok- inn í allar áttir. En jörðin heldur þá öllu sínu og hefir engu af honum týnt. Eins og jörðin er ein samfeld efnisheild, þannig hefir það sem verkar á einum stað hennar jafnframt áhrif á hana alla, líkt og æðaslögin finnast um allan likama vorn, þeg- ar hjartað slær á sínum stað. Smiðurinn heldur að hann hamri aðeins á steðjanum sínum, en öll jörðin er honum steðji, því orkan frá armi hans fer frá steðjanum um smiðju og land, og hver ögn jarðar fær sinn hluta af hristingnum. Lítum á fljótið. Það rennur því harðar sem farvegur- inn er brattari. Sé nú farvegurinn á einum einasta stað brattari en á öðrum, þá rennur fljótið harðara ekki ein- ungis á þessum eina stað, heldur í heild sinni; mæti fljót- ið fyrirstöðu á einum stað, rennur það hægar ekki að- eins á þeim stað, heldur í heild sinni; þannig verkar það sem mætir fljótinu á einum stað í samhengi á alla heild- ina; vér verðum auðvitað ekki auðveldlega varir við 22*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.