Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 3
Hefir jörðin sál?
33»
hlaupum um jörðina, fugl flýgur eða steini er kastað, þá
finst oss eins og þetta sé alt laust við jörðina, en vér
gleymum þá að telja andrúmsloftið með jörðunni.
Fuglinn á fluginu er bundinn við jörðina með bandi þyngd-
arinnar og áfastur henni með loftinu. Það er aðeins
þéttari hluti sem slær öldur í þynnra hluta jarðar. Vér
erum iuktir í hinum gagnsæja hluta jarðar, andrúmsloft-
inu, eins og flugur í rafi. Munurinn er sá, að flugan deyr
í rafinu, en vér getum ekki lifað öðruvísi en í loftinu,
eins og hvert líffæri lifir aðeins í sambandi við likamann.
Jörðin er í rauninni miklu samfastari heild en líkami
vor; vér getum mist heila líkamshluta, fót, hönd, osfrv.,
en jörðin er ein og ódeilanleg, enginn hnífur fær af henni
sniðið, enginn stormur af henni blásið neinu, hún er ó d e i 1 i
í eðlisfræðilegum skilningi. Húd veldur því sem hún held-
ur. Maðurinn er laus í sér; þegar hann þykist sem fast-
astur fyrir, ber hann vatn í hripi. í líkama hans koma
efnin og fara, þar er rifið niður jafnskjótt og bygt er upp.
Loks leysist hann upp. Eftir nokkrar aldir er hann fok-
inn í allar áttir. En jörðin heldur þá öllu sínu og hefir
engu af honum týnt.
Eins og jörðin er ein samfeld efnisheild, þannig hefir það
sem verkar á einum stað hennar jafnframt áhrif á hana
alla, líkt og æðaslögin finnast um allan likama vorn, þeg-
ar hjartað slær á sínum stað. Smiðurinn heldur að hann
hamri aðeins á steðjanum sínum, en öll jörðin er honum
steðji, því orkan frá armi hans fer frá steðjanum um
smiðju og land, og hver ögn jarðar fær sinn hluta af
hristingnum.
Lítum á fljótið. Það rennur því harðar sem farvegur-
inn er brattari. Sé nú farvegurinn á einum einasta stað
brattari en á öðrum, þá rennur fljótið harðara ekki ein-
ungis á þessum eina stað, heldur í heild sinni; mæti fljót-
ið fyrirstöðu á einum stað, rennur það hægar ekki að-
eins á þeim stað, heldur í heild sinni; þannig verkar það
sem mætir fljótinu á einum stað í samhengi á alla heild-
ina; vér verðum auðvitað ekki auðveldlega varir við
22*