Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 30
so
Lesturinn og sálarfræðin.
Skírnir,-
horfir á, miðja línu, verður stilling beggja augna jöfn, en
því lengra sem dregur frá línumiðju til beggja handa, því
ójafnari verður augnastillingjn, og það því meir sem linan
er lengri, svo framarlega sem lesarinn ekki færin bókina
eða höfuðið til, sem yrði mjög. þreytandi. Ójöfn augna-
stilling þreytir augun. . Þess vegna .eru langar línur skað-
legar. Því lengri sem línan er, því, eríiðara er og að finna
næstu línu. Það þreytir líka. ,, ' . . ..
Og loks er eitt: Það kostar meiri augnahreyfing-
ar að lesa sama kaflann þegar hann er prentaður í
löngum línum, heldur en þegar hann er í stuttum lín-
um. Eins og eg gat um áður, byrjar augað ekki fremst í
línunni, heldur ögn inni í henni, og skilur svo eftir lengra
bil við enda liennar. Maður sér þannig byrjun og enda
línunnar út undan sér. Þessir hlutar línunnar eru nokk-
urn veginn jafn stórir, hvort sem hún er löng. eðá stutt,
og verða því stærri brot af stuttri línu en langri. Þann-
sparast augnahreyfingar þegar linan er stutt. Huey fann,
að menn gátu lesið 25 millimetra línur án þess að hreyfa
augun neitt, og stundum jafnvel 30 mm. línur. Á stuttri
línu eru og að jafnaði lesin fieiri orð í hverri hvild. I
dálki með 60 mm. línum komu hér um bil 3V2 orð á
hverja hvíld, en i dálkum með 100—120 mm. línum 2
orð á hverja hvíld. Auk alls þessa er það margsinnis
reynt, að augun komast fijótar á lagið með reglubundn-
ar lireyfingar eftir stuttum línum en löngum, en það greiðir,
fyrir fljótum lestri.
Þegar á alt þetta er litið, er það skiljanlegt, að
Huey kemur með hugleiðingar um það, hvort ekki mundi
ef til vill vera hentara að prenta orðin í dálkum hvert
niður undan öðru, að dæmi Japana og Kínverja, heldur en
i láréttum iínum eins og vér gjörum. Með því móti, seg-
ir hann, gæti augað þverskorið orðin, séð byrjun þeirra
og enda út undan sér, og þannig fengið það sem þarf til
að lesa fjögur eða fimm orð, með hreyfingu sem ekki er
lengri en eitt orð tekur nú. Vér gætum þannig ekki að-
eins sparað oss að minsta kosti þrjá fjórðu hinna þreyt-