Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 37
Skirnir.
Röntgensgeislar
37
við umbúðunum meðan skoðunin fer fram. Ef myndin
sýnir að beinpípurnar séu skakt settar saman, er auð-
veldara að laga slíkt undir eins, heldur en brjóta brotið
upp seinna, ef skakt grær saman. Stundum sýnir R-skoð-
unin að brotið muni ekki gróa án uppskurðar; svo ill-
kynjuð geta beinbrot verið. Ekki sízt eru það bein her-
mannanna, sem oft mölbrotna svo af sprengingum, að
herlæknarnir þurfa á allri list sinni að halda til þess að
bjarga hinum brotna lim.
L i ð h 1 a u p. Annar sá sjúkdómur, sem oftast orsak-
ast af slysum, eru liðhlaup. Oftast nær eru þau svo
greinileg, að ekki er um neitt að villast, en stundum er
læknirinn þó í vafa um sjúkdómsgreininguna, sér í lagi
ef beinin eru bæði brotin og hlaupin úr liði; það gefur að
skilja, að þá verður alt fióknara; mjög algengt er að
samtímis liðhlaupinu kvarnist meira eða minna úr beininu.
Liðhlaupin er hægðarleikur að sjá með geislunum, eins
má skoða sjúklinginn eftir að búið er að kippa í liðinn til
þess að aðgæta hvort það hafi tekist rétt. Meðfædd lið-
hlaup eru ekki óalgeng, sérstaklega í augnakörlunum Við
lækning á þessum sjúkdómum er R-skoðun ómissandi.
Beinbrot og liðhlaup eru ekki einu sjúkdómarnir í
beinum og liðamótum, sem R-skoðunin leiðir í ljós. R-
skoðun kemur oft að góðu haldi við ýmsar bólgur, t. d.
berkla og fransós, i beinhimnu og beinum; oft grefur veik-
in sig inn i sjálf liðamótin. Sérstaklega eru þessar R-
myndir læknunum góð hjálp þegar um líkamshluti er að
ræða, sem erfitt er að komast að með aðra skoðun, t. d.
ef skemd er í hryggjarliðum. Berklaveiki í beinum —
beináta — lýsir sér margvíslega. I nafninu beináta
felst það, að sjúkdómurinn éti upp beinin, þ. e. a. s. í
beinvefinn kemur drep; hann eyðist og í stað hans mynd-
ast holur í beinið fullar af grefti; holur þessar eru oft
mjög skýrar á R-myndum. Ef beinátan er á yfirborði
beinsins, lítur oft út á R-myndinni sem nartað eða nagað
liafi verið í það.
Börn og unglingar fá stundum illkynjaðar bólgur í