Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 98
98
Ritfregnir.
Skirnin-
segir frá. Og eigi er rninna um vert atgervismenn andans, sem þá
eru uppi. Og innan um alt sukkið og samvizkuleysið finnum vér
þó eigi allfáa göfuglynda menn, er sýndu, hverir drengir þeir voru,
er á reyndi, og einlæga ættjarðarvini, sem ríkast báru fyrir brjósti
heill og hag íslands. — Öllu þessu er lýst svo í Sturlunga sögu,
sem brugðið væri upp fyrir lesendur stórfeldum sjónleik, rnarg—
þættum og mikilfenglegum.
En hér er ekki tóm til þess að fara lengra út í þá sálrna.
Sturlunga saga hefir jafnan verið lesin allmjög hér á landi.
Vottur þess er hinn mikli fjöldi pappírshandrita, sem til er af sög-
unni. En útgefin var hún fyrst á prenti af hinu íslenzka bók-
mentafélagi 1816—1818 í tveim bindum. Bjarni Thorsteinsorr, síð-
ar amtmaður, hafði þá útgáfu á hendi með aðstoð nokkurra stú-
denta, og voru þeirra verkdrýgstir Sveinbjörn Egilsson og Gísli'
Brynjólfsson, síðar preRtur á Hólmum. Þessi útgáfa sögunnar tiáði
allmikilli útbreiðslu hér á landi og mátti teljast vel af hendi leyst,
eftir því sem vænta mátti á þeim tímum.
í annað sinn er Sturlunga saga útgefin í Öxnafurðu af dr. Guð-
brandi Vigfússyni, einnig í tveim bindum, með merkum formála um
fornbókmentir vorar. Eigi náði sú útgáfa mikilli útbreiðslu hér á
landi, enda var hún alldýr. En utanlands mun hún hafa selst
drjúgum.
I þriðja sinn er Sturlunga saga gefin út af hinu konunglega
norræna fornfræðafélagi, í tveim bindum, árin 1906 og 1911; hafði
dr. Kálund þá útgáfu á hendi, og hafði þá áður þýtt söguna á
dönsku og gefið út í Kaupmannahöfn árið 1904. Þessi útgáfa Ká-
lunds fullnægir kröfum þeim, sem menn nú gera til vísindalegra
útgáfna á fornritum, og eftir henni hafa þeir farið útgefendur
Sturlunga sögu, er hún nú kom út í fjórða sinn. Að eins hafa
þeir fært samræmi í stafsetninguna og breytt til venjulegrar reglu-
bundinnar fornritastafsetningar, svo sem tíðkast um alþýðlegar
fornritaútgáfur. Sömuleiðis hafa þeir tekið upp í textann sumstaðar
það, sem framar greindi eða betur þótti horfa í öðrum handritum
en aðalhandritunum, sem alt er greinilega tilfært í útgáfu dr. Ká-
lunds. Eru þessir útgefendur þeir menn, að ekkl þarf að efa, að
þetta muni gert með gát og nákvæmni. Þar á móti hafa þeir
farið eftir útgáfu dr. Guðbrands Vigfússonar í skiftingu sagna-
bálksins í sögur og kapítula, og er það vel, því að flestar ritgerðir
um Sturlungu hafa tilvitnað í útgáfu dr. Guðbrands, síðan hún*