Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 90
■so
Ritfregnir.
Skirnir.
menn upp úr ástnðum og áhyggjum daglega lifsins í áttina til
sálar alheimsins.
Og samt er »saga mannsandans« ekki nema hálfsögð f þessum
bókum Ágústs Bjarnasonar. Samtímis heimspekingunum, sem hann
segir frá, lifa skáld eins og Shakespeare og Racine og málarar eins
og Rembrandt og Rubens. Auðvitað er það einum manni ofætlun að
skrifa um allar kvíslar menningarinnar. En mikið vill meira.
Ef alþyðan okkar á að halda áfram að vera bezt sjálfmentaða
alþyða veraldarinnar, þá verður að galopna dyrnar að veizlusal
alheimsmenningarinnar fyrir henni. Nú er Ágúst Bjarnason búinn
að gefa gott yfirlit yfir sögu heimspekinnar. Hver vill nú halda
áfram og skrifa almenna bókmentasögu, um meginstraumana f and-
legu lífi 19. aldarinnar o. s. frv. 1 Verkefnin verða ekki talin. Það
vantar menn til þess að skrifa og duglega bóksala, en ekki kaup-
endur. Eg veit, að rit Ágústs Bjarnasonar, sem þó oft fjalla um
itorskilin efni, eru keypt mikið og lesin enn þá meira út um allar
sveitir. Ekkert sannar betur, að hann hefir náð tilgangi sínum
með bókunum : að gera stærstu viðfangsefni mannsandans hugnæm
fyrir íslenzkri alþj;ðu með því að skvra ljóst og skyrt frá því, sem
andleg mikilmenni á öllum öldum hafa hugBað um þau.
Sigurður Nordal.
Jón Trausti: Góðir stofnar. Sögur frá fyrri öldum II.-IV.
(Veislan á Grund. — Hækkandi stjarna. — Söngva-Borga). Rvík
Bókaverslun Sig. Kristjánssonar.
Islenzkir skáldsagnahöfundar hafa ekki gert mikið að því hing-
að til, að velja sér yrkisefni úr sögu vorri, enda er skáldsagnalistin
enn þá ung hér á landi að kalla má. Þó hafa nokkrir höfundar
riðið á vaðið í þvf efni, svo sem Torfhildur Hólm, Jónas
Jónasson og nú sfðast Jón Trausti < Sögum frá Skaft-
áreldi og sagnabálki þeim, er hanu nefnir Góða stofna, og hefir
þessari viðleitni verið að maklegleikum vel tekið. Saga vor frá
fyrri öldum er stórauðug að uugðnæmum yrkisefnum, einkennileg-
um mönnum og áhrifamiklum viðburðum, sem einkar vel henta til
að færa í skáldlegan búning. Þessi yrkisefni hafa mörg til að bera
þann rómantíska blæ, sem ósjálfrátt heillar ímyndunaraflið, enda
eru lífshættirnir að svo mörgu frábrugðnir nútfmasniðinu, og sé vel
á haldið, leiða slíkar skáldsögur lesandann betur inn < anda og ald-
arhátt liðinna tíma, en löng og ítarleg sögurit. En þessi tegund