Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 26
26
Lesturinn og sálarfræðin.
Skirnir.
Vér höfum nú séð, hvernig sjónin starfar að lestrin-
um, og skulum nú víkja að öðrum hliðum hans.
Þegar menn lesa með sjálfum sér, þá er það venju-
lega svo, að þeir ekki eingöngu sjá orðin sem þeir lesa,
heldur hafa þau og yfir í huganum og oftast heyra þau
þar lika. öllum sem þetta mál hafa rannsakað hefir
reynst það svo, og þykir því sennilegt, að þetta »innra
tal« eigi sér alment stað hjá öllum lesurum, að lesturinn
sé fólginn í því, að snúa riti í tal. Þó er sagt að ein-
stöku mönnum takist að lesa, þótt þeir þylji samtímis
eitthvað upphátt, sem hindrar þá í að tala í huganum,
t. d. segja ótt og títt 1, 1, 1, 1, 1, 1, eða a, a, a, a, a,
og líklegt þykir að vér með æfingu gætum lært að lesa
nokkurn veginn með augunum einum; en flestum gengur
mjög erfitt að skilja nema örstuttar og auðveldar setning-
ingar, er þeir lesa þannig.
Ef menn vilja vita hvernig »innra tali« þeirra er
varið, er hentast að athuga eitt í senn, t. d. lesa kafla
iágt og gæta að, hvernig orðin hljóma í huganum; lesa
svo annan kafla þannig, að bera orðin skýrt fram í hug-
anum, lesa þar næst með lokuðum og óhreyfðum vör-
um, o. s. frv. Finnur þá lesarinn fljótt hvað honum er
sjálfum eðlilegast.
Menn lesa hraðar lágt en upphátt, því vér getum
lesið með sjálfum oss jafnt meðan vér öndum að oss og
frá oss, en ekki upphátt meðan vér öndum að oss. Auk
þess munu flestir hlaupa á orðunum í huganum, að minsta
kosti er þeir lesa hart.
Varahréyfingar eru almennar framan af hjá börnum,
er þau lesa lágt, en með aldri og æfingu hverfa þær að
mestu hjá flestum.
Vér byrjum efiaust að hafa upp orðin í huganum
undir einS og augað hefir greint þau, en talfærin verða
þó venjulega lítið eitt á eftir augunum, og lengra þegar
hart er lesið. Þessu má bezt veita eftirtekt er vér flytj-
um augun yfir á nýja blaðsiðu; vér eigurii þá oftast nokk-
,ur orð ósögð á hinni. Ameriskur sálfræðingur, Quantz