Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 76
76
Utan úr heimi.
Skírnir „
þau áhrif, að menn slátruðu nú ekki, og varð því að hækka há-
verðið í febrúar. Samt sem áður kom lítið af kartöflum á mark-
inn, og kröfðust þá margir að rikið gerði karltöflubirgðirnar upp-
tækar, en það varð þó ekki. Aftur á móti var í apríl sett á stofn
miðstöð fyrir kartöfluaðdrátt, sem átti að koma
reglu á kartöfluniðurjöfnunina meðal sveitafélaganna. Hver sveit
á að halda kartöflutalning, og ef birgðirnar reynast of litlar, getur
sveitin fengið keyptar kartöflur hjá miðstöðinni, sem fær þær frá
birgum sveitum. Eftir þessar ráðstafanir var um hríð fullnóg af
kartöflum, en nú hefir aftur minkað salan á þeim.
2. Auk þessara ráðstafana allra, sem miðuðu að því að gera
kvikfjárræktina d/rari en svo, að hún gæti borið sig, voru ýmsar ráð-
stafanir ge rðar til að fá menn til að skera niður, með því að auka
eftirspurnina, og hafa þær ráðstafanir átt mestan þátt i því, að
svínunum, sem voru um 25 miljónir l.des. 1914, hafði fækkað niður
í 161/2 miljón 15. apríl, þ. e. r. um 35 °/0, og síðar hefir þeim
eflaust fækkað muu meira. Aðalástæðan til þessa var, að bæjum--
og stórum sveitafólögum var gert að skyldu með tilskipun 25. jan.
1915 að sjá um að nægar birgðir væru til af geymanlegum
kjötvörum. Af þessu leiddi mikla verðhækkun og slátranir, og
var þá sett háverð á svín. Þegar bæjafélögin höfðu birgt
sig upp, var kvöðiuni létt af þeim 1 maí.
í lok október hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að minka
kjötneyzluna; þannig er sala á kjöti og kjötvörum bönnuð tvo
daga í viku. Þetta hefir samt ekki haft tilætluð áhrif, því að
menn birgja sig þá upp til fleiri daga.
Kjötverðið hefir samt hækkað eftir því sem lengra hefir liðið
á haustið, og hefir þess vegna hingað og þangað verið sett há-
verð á kjöt í smásölu, og sambandsráðið mun í nóvember ætla að
setja háverð á kjöt alstaðar í Þýzkalandi og koma á skömtunar-
fyrirkomulagi.
M j ó 1 k u r verð og ostverð hefir einnig hækkað mjög, og er
búist við, að þar verði bráðlega sett háverð og komið á skömtun-
arfyrirkomulaginu.
* •*
*
Það, sem stjórnin hefir lagt einna mesta áherzlu á, er auðvit-
að að sjá hernum fyrir nægum matvælum. Til þess er höfð-
sórstök stofnun, hervistafangamiðstöðin, (Zentralstelle
zur Beschaffung der Heeresverpflegung), sem er undir stjórnarráði'.
utanríkismálanna. Ríkið hefir sett eftirlitsmann með stofnuninni.