Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 59
Skirnir.
Draamljóð.
59
svo leiðar sinnar, og var unglingsstúlka, sem henni var
kunnug, látin fylgja henni fram undir hálsinn. Fremur
var Guðrún fátöluð að þessu sinni, en áður þær skildu
kastaði hún fram þessari vísu:
Vofur allar eru á ferð
út þá hallar degi.
Eg mun varla öfundsverð
ein á fjallavegi.
Stúlkan nam vísuna. Ámálgaði hún við Guðrúnu að snúa
heim með sér og þiggja gistinguna. En það var ekki við
það komandi, kvað hún engan mega sköpum renna og
kvaddi stúlkuna.
Liðu svo nokkrir dagar. Undraðist enginn um Guð-
rúnu, því veður hélzt allgott til næsta dags. En þriðju
nótt eftir dreymdi stúlku þá er Guðrúnu hafði fylgt, að
hún kæmi til sín, var hún föl og fannbarin og kvað:
Feigðarelfan fanst mér djúp,
fór sem hugur spáði.
Nú er eg falin fannahjúp
fram á köldu láði.
Stúlkan sagði frá draumnum og vísunni um morgun-
inn. Var nú farið að spyrjast fyrir um ferðir Guðrúnar.
Hafði hún ekki komið fram. Var hennar leitað og fanst
hún örend skamt frá læk, er féli úr gili þar í hálsinum.
Var þess getið til, að hún hefði fallið í lækinn niður um
ís, komist að vísu upp úr honum aftur, en orðið innkulsa
af vosbúðinni, lagst svo fyrir og liðið í brjóst, því frost
var nokkuð, þó veður væri að öðru leyti meinlaust.
Fvrir mörgum árum bar það til vestur í Dölum, að
ungur maður, Olafur að nafni, varð úti í fjallgöngum. Var
hans lengi leitað og fanst hann ekki.
Um sama leyti eða litlu fyr dó faðir hans, gamall
maður forn í skapi. Lagðist sá orðrómur á, þótt undar-
legt megi virðast, að það væri af völdum gamla manns-
ins að Olafur fyndist eigi. Styrktist og að mun við það,