Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 101
Skírnir.
Ritfregnir.
101
ur fram, að skáldið só Sturla Þórðarson, en breytt hafi verið orða—
lagi á undan vísunni af afritara.
A bls. 260 (í skyringunum) hefir slæðst inn villa : Olafr
Þórðarson hvítaskáld, en á að vera Ólafr Leggs-
son, svartaskáld. Vísan kann að hafa verið færð úr lagi í
handritunum ; á þeirri vísu ætla eg, að sk/ring próf. Finns Jóns-
sonar (í Den norsk-isl. skjaldedigtn. B. II. bind. bls. 97) só rótt-
ari eða eðlilegri að minsta kosti.
Ekki ber saman skýringum á vísu Guðmundar Oddssonar :
»Guldu grimdar fyldir« o. s. frv.
Má vera, að fyrri hlutinn só róttara upptekinn í Den norsk-
isl. Skjaldedigtn. (bls. 92), en fráleit þykir mór þar sk/ringin á
þessum parti síðara helmingsins, sem svo er þar tekinn saman :
»lótusk tveir fíknir höfðingjar þeirra einn
dag framgjarnir«, en þetta er þ/tt þannig á dönsku : »to
af deres hidsige hövdinger tede sig en dag som meget virkelystne«.
Mundi ekki »lótusk« hér þ/ða d ó u 1 Var það ekki einmitt sú
»mikla tíund«, sem Vestfirðmgar »guldu«, að þeir létu hór tvo
höfðingja sína ? Svo er þessi staður upp tekinn af B. Sv.
Betur falla mór og sk/ringar Benedikts en annarra á vísu
Snorra Sturlusonar :
Tveir lifið, Þórðr, en þeira o. s. frv.
(sbr. Den norsk-isl. skjaldedigtn. B. II, bls. 90), og á vísu Sturlui
Þórðarsonar:
Skamr er, eldstökkvir, okkar o. s. frv.
(sbr. Den norsk-isl. skjaldedigtn. B. II. bind,, bls. 133).
Loks er vísa Gunnars (Sturl. III. bindi, bls. 190, Den norsk-
isl. skjaldedigtn. B. II. bind, bls. 98). Vísan var orkt svo, »at
gaman varð at«. En eftir því sem vísan er skilin á hinum síðar
nefnda stað, virðist lítið »gaman at« henni. Fyrri vísuhelmingur-
inn hljóðar svo:
Herðar laust hrings Njörðr
horni, varat brynþorn,
á Birni bilgjarn
blunda fyr Geirmund.
Den norsk isl. skjaldedigtn. tekur svo saman : » Hrings Njörðr
laust herðar á Birni horni fyr Geirmund; bryn-
þorn varat bilgjarn blunda«. Mjög er ólíklegt, að
brynþorn geti verið mannkenning, en sverð er rótt kent á
þ a n n veg. Sennilegt er að »blundi« hafi verið viðurnefni Bjarnar,