Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 79
Skirnir.
Utan úr heimi.
79>
ar eða aðrar tegundir, sem nóg var til af, í stað vanalegra vöru-
efna. T. d. er nú víða notað stál og sínk í stað kopars og tins, far-
ið að nota pappírspoka, köfnunarefui unnin úr loftinu (ríkis-
einkaframleiðsla), o. fl. I marz 1/sti þýska stjórniu yfir því, að
nú væri svo komið, að herinn þyrfti ekki að óttast skort á efni-
vörum, hve lengi sem ófriðurinn stæði, og víst er það, að Þjóðverj-
ar standa að /msu leybi betur að vigi með vöruefni en í byrjun
ófriðarins. Nú hafa þeir og fengið mikið herfang (kopar) í Serbíu
og ná alla leið suður til Litlu-Asíu.
Til þess að skifta verkum milli verksmiðjanna, voru höfð
/mis gömul iðnfélög eða stcfnuð n/ fólög. Tekið er tillit til friðar-
þarfanna eftir því, sem unt er. Til þess að koma í veg fyrir
óhæfilega hátt verð, er sett h á v e r ð. Séð er um að verkamenn
þeir, sem þarf við, sóu ekki kvaddir í herþjónustu. Einnig er
reynt að koma sem flestum atvinnulausum verkamönnum að vinnu,
og ef k a u p verkamanna fer niður úr kauptaxta, geta þeir kært
og fengið það hækkað. Aftur á móti geta verkamenn ekki hætt
ófriðarvinnu að ástæðulausu.
Einungis með þessum og fleirum ráðstöfunum, sem menn vita
ekkí glöggt um, hefir Þjóðverjum tekist að halda iðnaði sínum við
svo að miijónir manna yrðu ekki atvinnulausar, og þó þannig að
herinn var látinn ganga fyrir öðru. I landbúnaði skifti ríkið sér
ekki beint af sjálfri framleiðslunni, heldur að eins af niðurjöfnun
matvælanna. Iðnaðarframleiðslunni þurfti aftur á móti að breyta
algerlega, og s/nir það bezt á hve traustum grundvelli iðnaðurinn
var, að takast skyldi að vinna bug á erfiðleikunum.
En auk þessara ráðstafana í iðnaði og landbúnaði, þá hefir
ríkið gert ótal margar aðrar í peningamálum, í framfærslumálum,
yfirleitt á flestum sviðum þjóðlífsins. Hvervetna er stefnan hin
sama: ríkið tekur í taumana. Og þessum atgerðum eiga
Þjóðverjar það að þakka, hvernig þeim hefir gengið í þessari styrj-
öld. Aðrar þjóðir hafa afrekað mikið á mörgum sviðum, en Þjóð-
verjar hafa gert víðtækari ráðstafanir, gengið á undan og að mörgu
leyti hepnast betur, þó að þeir hafi átt við mikla örðugleika að
stríða. Sagt er að það hafi verið þ/zku skólakennararnir, sem
sigruðu Frakka 1870, en nú sóu það þ/zkir hagfræðingar og at-
vinnurekendur, sem bjargi Þ/zkalandi. Snemma í ófriðinum var
stungið upp á því, að stofna eins konar herstjórnarráð’ á landshags-
sviðinu, af atvinnurekendum og hagfræðingum. Þetta hefir þó ekkú