Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 44
44
Röntgensgeislar.
Skírnir,
»lífstykkjura«, og óteljandi aðra —óverðskuldaða — sjúk-
dóma leiða geislarnir i ljós. Lesandanum mun varla
blandast hugur um, að geislarnir eru læknunum ómetan-
leg hjálp til réttrar sjúkdómsgreiningar (diagnose), en við
það styðst aftur rétt meðferð á sjúklingunum.
R-lækningar. Auk þessarar miklu hjálpar, sem.
geislarnir láta læknum og sjúklingum í té, eru R-geislar líka
notaðir beinlínis t i 1 1 æ k n i n g a, til þess að vinna bug
á sumum sjúkdómum; þetta geta geislarnir einir, án
þess að stuðst sé við aðrar lækningaaðferðir. Nokkru
eftir að læknar fóru að nota R-geisla kom það í
ljós, að geislarnir höfðu mikil áhrif á mannlegt hold;
því miður kom þetta í fyrstu frarn með sorglegu móti.
R-læknarnir urðu varir við skaðvæn áhrif geislanna á
hörund sitt; þeir fengu illkynjuð sár á hendur sínar.
Þessi sár fengust oft ekki til að gróa, en átu sig inn að
beini og upp eftir handleggnum. Sumir R-læknar og eins
iðnaðarmenn, er unnu að tilbúningi R-áhalda, mistu fing-
ur og hendur; stundum myndaðist krabbamein i sárun-
um og reið það auðvitað þessum ógæfusömu mönnum að
fullu. Eldri læknarnir á R-stofnunum erlendis bera flestir
einhverjar menjar eftir skemdir, sem hörund þeirra hefir
orðið fyrir af R-geislunum. Allar þessar hörmungar stafa
af því, að í fyrstu vissu menn ekki hve hættulegir geisl-
arnir geta verið, ef hörundinu er ofboðið. R-læknarnir
skeyttu því engu, þótt hendur þeirra yrðu stöðugt fyrir
áhrifum geislanna, og dagleg störf R-læknanna eru þannig
vaxin, að þeim er stórkostleg hætta búin, nema sjerstök-
um varúðarreglum sé beitt. Nú verja R-læknar hendur
sínar með því að brúka hanzka úr blýi og gúmmí; líka
svuntu úr sama efni. Enn fremur er því svo hagað, að
R-læknirinn getur staðið í skjóli við verndarvegg, fóðrað-
an blýi, meðan R-lamparnir senda frá sér geisla; lækn-
unum ætti því að vera borgið, ef þeir eru altaf á verði,
en misbrestur vill verða á því; sjúklingunum er engin
hætta búin, því nú hafa menn tæki til að mæla þann