Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 5
Skírnir.
Matthias áttræöur.
5-
Á útgáfu þessari var þörf af ýmsum rökum. Á
þessum úrvalsljóðum skilst mönnum líklega betur, en
á útgáfunni af öllum kvæðum skáldsins, hve margt fag-
urt hann hefir ort. Þess er og ekki að dyljast, að útgáfu
östlunds var í ýmsu áfátt. Kvæðin voru öll prentuð í
hrærigraut, þýðingar og frumort hvað innan um annað,
þeim var hvorki raðað eftir efni né aldri, þess ekki getið,,
hvenær þau væru ort nema um stöku kvæði, t. d. tæki-
færiskvæði, og við erfiljóðin eru greind dánarár þeirra, er
þau eru gerð eftir, en vant er að vita, hvort þau hafi
verið ort þegar eftir dauða þeirra eða ef til vill ekki fyrr
en löngu síðar. Hér er reynt að bæta úr þessu, þótt nokkuð
skorti á, að vel sé. Á eftir fyrirsögnum erfiljóðanna er
enn sem fyrr aðeins nefnd dauðaárin, og sumstaðar hefir
láðst að tilfæra fæðingarár kvæðanna t. d. við »Fóst-
urlandsins Freyja,« (frá þjóðhátíðarárinu) og »J ó n
Arason á a f t ö k u s t a ð n u m«. (Það var prentað í
tíuðra.) Hér eru og falleg kvæði, sem ekki eru í útgáfu
östlunds, svo að allir íslenzkir Ijóðavinir verða margs vegna
að eignast þetta bindi. Má hér geta ómþýðra vísna til
Hannesar Hafsteins, þar sem skáldið býst við svefninum
hinsta, sem hann óttast ekki. Hann á heima hjá himn-
esku valdi. Hjartað finnur það — og það nægir. Lífs-
sorg hans er horfin, hann lítur með ró lífsfar sitt líða um
sjó forlaganna. Það ber til hans árroða og óma frá æðri
ströndum.
„Þaö dagar, þaö dagar
við dalarhafsbrá
og ómarnir berast mér
æðri ströndum frá.“
„Himintónar skiftast
við bjarta mins óð
munarmálið feðra
og mæðra vögguljóð.“
Gerum ráð fyrir, að síra Matthías hefði lokið fullnaðar-
prófi úr lærða skólanum á skaplegum stúdentsaldri og hefði
ekki verið féfátt, svo að hann hefði getað stundað það