Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 111
Skirnir.
Island 1915.
111'
Af slysum á sjó á árinu eru þessi hin helztu: 14. jan. fórst
vélbátur frá Vestmannaeyjum með 5 mönnum. 16. febr. strandaði
vélbátur á Lambarifi á Reykjanesi, og annar 11. marz á Bæjarskeri
á Miðnesi, en menn fórust þar ekki. 8. apríl fórst bátur úr
Grindavík með 9 mönnum. Snemma í maí fórst bátur á Skjálfanda-
flóa með 2 mönnum. 31. maí strandaði seglskipið »Dagny«, fermt
sementi, í Grindavík, en náðist út aftur og var þá nokkuð skemt
af farminum. 11. júní fórst vélbátur frá Norðfirði með 4 mönnum.
10. sept. grandaði hrefna báti úr Fljótum með 2 mönnum. 12. sept.
strandaði vöruflutningaskipið »Fenrir« á Eyjafirði, en náðist út
laskað. 22. sept. fórst bátur með 4 mönnum frá Hvallátrum á
Breiðafirði. 23. okt. straudaði vöruflutningaskipið »Haraldur« milli
Hvammsfjarðar og Stykkishólms, en varð bjargað og síðan gert við
það í Rvík. 29. nóv. fórust 2 bátar úr Bolungarvík og 1 úr Að—
alvík og á þeim samtals 17 menn. — Snemma á árinu strandaði
enskur botnvörpungur við Fáskrúðsfjörð, og annar, »Tribune» frá
Hull, strandaði við Hafnarbjarg á Reykjanesi 8. marz, en af hvor-
ugu skipinu drukuuðu menn.
Aðfaranótt 25. apríl varð stórbruni í Reykjavík, hinn mesti,
sem orðið hefir hér á landi, og brunnu þar 12 hús, en tveir menn
fórust. Eldurinn kom upp í »Hótel Reykjavík« og brann það.
Einnig brann Landsbankahúsið að innan, en það var úr steini. Hin
húsin, sem brunnu, voru verzlunarhús og rbúðarhús. Tjónið var
metið nálægt 3/4 milj. kr. Onnur helztu brunaslysin á árinu eru
þessi: 9. febr. brann bærinn í Dögurðarnesi á Skarðsströnd. 31.
marz brann íbúðarhús á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 11. júní brann
íbúðarhús á Isafirði. 19. okt. brann allmikið af heyi í Kvíslaseli
r Strandasýslu. I byrjun nóvembr. brann bærinn á Jarlsstöðum í
Höfðahverfi.
Helztu mannalát á árinu eru þessi: Síra Benedikt Kristjánsson
á Húsavík dó 26. jan.; Einar Magnússon bóndi á Steindórsstöðum
í Reykholtsdal 4. marz; Magnús Steindórsson frá Hnausum 21. marz;
Snæbjörn Þorvaldsson fyrv. kaupm. 2. apríl; Ólafur Sveinsson
gullsm. í R.vík 9. apríl; Sig. Sigurðsson barnakennari í R.vík 12.
apríl; Hjörtur Hjartarson ritstjóri í R.vík 15. apríl: síra Böðvar
Eyjólfsson í Arnesi 21. apríl; Guðjón Sigurðsson úrsmiður í R.vík
25. apríl; Júl. Havsteen amtmaður 3. maí; Sigurður Waage fyrv.
kaupm. 5. maí; frú María Finsen, Reykjavík, 17 maí; Jón Jensson
yfirdómari 25. júní; Jón Stefánssou rithöfundur á Litluströnd
(Þorgils gjallandi) 23. júnl; Ólafur Jónsson hreppstj. á Geldingaá.