Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 4
4
Matthias áttræöur.
Skirnir.
Friðþjófssögu Tegnérs, eitthyert frægasta verk sænskra
bókmenta. A þessar þýðingar hans hefir verið lokið miklu
'lofsorði. Eg held, að mig misminni það ekki, að einhvern
tíma á Hafnarárum minum hafði danski rithöfundurinn,
Otto Borchsenius, í grein um Matthías í »Dannebrog«, það
eftir sænska skáldinu og lærdómsmanninum, Viktor Kyd-
berg, að hann mundi vera einhver hinn bezti þýðari, er
þá væri uppi. Er dómur slíks manns mikils virði, því að
hann gat hér trútt um talað, var höfuðskáld þjóðar sinn-
ar og ágætur þýðari, hefir meðal annars þýtt Faust
Goethes á sænsku. Matthías heflr og þýtt sögur herlæknis-
ins, mörg bindi. Enn hefir hann frumsamið leikrit, svo sem
Jón Arason og Skugga-Svein, ort Grettisljóð. ritað bæk-
linga og urmul blaðagreina, verið bæði mikilvirkur og
hraðvirkur við blaðastörfin, þótt hann fengist ekki við
ritstjórn. A Akureyri gaf hann tvö ár út blaðið Lýð,
(1888—90). Myndu blaðagreinir hans fylla nokkur bindi,
ef gefnar væru út í heilu lagi. I brjósti honum heflr búið
og býr enn þörf á að veita öðrum hlutdeild i þeim fróð-
leik og andans gæðum, er hann hefir aflað sér og hafa
snortið hug hans, og er slíkt aðal andans manna. Mér
segja og skilríkir menn, að hann sé hverjum manni af-
kastameiri bréfritari, skrifist á við fjölda manna, bæði
utan lands og innan, konur og karla, unga og gamla, háa
og lága. Verður það einhvern tíma mikið verk að safna
bréfum hans og gefa þau út. Matthías á eftir að kom-
ast duglega í hendurnar á málfræðingum og grúskurum
seinni tíma.
Síra Matthías er þegar orðinn klassiskur, orðinn
flrvalshöfundur i lifanda lífi.
Nýlega eru komin út úrvalsljóð hans (Matthías Jochums-
son, Ljóðmæli. Úrval Rvík 1915, Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar). Dr. Guðm. Finnbogason hefir valið kvæð-
in. Segir hann í formálanum, að skáldinu verði »að fyrir-
gefa, að liann hafi ort rteiri góð kvæði en komast fyrir í
þessari bók.«