Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 39
Skírnir. Röntgensgeislar. “Í9
tannarinnar, sem falinn er í tannholdi og kjálkabeinum,
•og má oft mikið á því græða; oft sjást ígerðir utan um
tannrætur, rótabrot sem leynast kunna í kjálkanum og
ýmislegt viðvíkjandi óskipulegri tannmyndun.
Þvagfærin. Af svokölluðum innvortis sjúkdómum
voru það sjúkdómar i nýrum og þvagblöðru, sem menn
fóru einna fyrst að skoða með R-geislum, sérstaklega
þegar læknarnir höfðu grun um steinmyndanir í þessum
líffærum. Oft lýsa nýrnasteinar sér svo greinilega, með
einkennilegum kvölum í lendunum og blóði og jafnvel
smásteinum í þvaginu, að ekki er um neitt að villast,
enginn vafi leikur á um nýrnastein. En oft er ástand
sjúklingsins þannig, að læknirinn er ekki viss í sinni
sök. Fram úr þessum efa getur R-skoðunin oftast ráðið,
því mönnnm telst svo til, að ekki séu nema 2% af stein-
um, sem ekki koma í ljós við skoðunina; R-skoðunin hefir
það líka fram yfir aðrar rannsóknaraðferðir við nýru og
þvagblöðru, að hún er sársaukalaus. Læknar eiga sér
áhald, sem blöðrukíkir kallast; hann er færður inn um
þvagganginn, inn í blöðruna, og hún svo spegluð innan
með rafmagnsljósi; líka eru til steinkannar af öðrum
gerðum; það gefur að skilja, að slíkar skoðanir eru ekki
sársaukalausar og að öðru leyti sjúklingunum ógeðfeldar.
Myndirnar sýna ekki eingöngu tilveru steinsins, heldur
•og hvort um fleiri steina en einn er að ræða, hve stórir
steinarnir eru og hvar þeirra er að leita í nýranu. Vitn-
eskja um alt þetta kemur auðvitað að góðu haldi á und
an skurðinum, því öðruvísi en með stórum uppskurði er
ekki hægt að losa sjúklinga við nýrnasteina, nema þeir
séu svo smáir, að sjúklingarnir geti kastað þeim af sér
með þvaginu.
Mörgum mun kunnugt, að kalk myndast oft í lung-
um berklaveikra. Séu menn nú haldnir berklaveiki í nýr-
um, hleðst þar stundum kalk. Ef svo er, kemur það
skýrt fram á R-myndum. Hæpið er að verða nokkurs
vísari um aðra nýrnasjúkdóma en þá, er þegar hafa ver-
ið taldir.