Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 34
34
Röntgensgeislar.
Sklrnir,
skiljanlegt að rafmagnsstraumurinn þarf að vera há-spent-
ur til þess að komast leiðar sinnar gegnum lampann.
Þeir sem nasasjón hafa af rafmagnsfræði munu kannast
við svokallaða bakskautsgeisla (Katode-geisla); þeir
myndast þegar rafmagnsstraumi er hleypt gegnum gler-
hylki, sem að mestu leyti eru lofttóm, t. d. R-lampa.
Nú er því svo til hagað, að þessir bakskautsgeislar, á rás
sinni inn í lampanum, skella á sérstakan stað, andskautið,
sem oftast er haft úr volframi eða öðrum torbræddum
málmi; og einmitt á þessum ákveðna litla bletti, þar sem
bakskautsgeislarnir mætast og verða fyrir ínótstöðu,-
myndast aðrir geislar, R-geislar eða X-geislar, sem svo-
streyma gegnum glervegg lampans.
Notkun Röntgensgeisla við sjúkdóma.
R-geisla nota læknar sumpart beinlínis til lækninga,.
sumpart til skoðunar á sjúklingum, til þess að leita frekari
vitneskju um, hvað gangi að sjúklingunum, heldur en hægt
er að fá með öðru móti. Sjúklingana má skoða á tvennan
hátt með R-geislum; í fyrsta lagi með svo nefndri Rönt-
genslýsing, sem sýnir skuggamyndir af líffærunum og
hreyflngu þeirra, t. d. hjartans og meltingarfæranna; í
öðru lagi með því að taka Röntgensmyndir á Ijósmynda-
plötur, framkalla þær svo og fara að öðruleyti með þær
sem venjulegar ljósmyndir. Það sem einna fyrst var
skoðað með R-geislum voru beinbrot og ýmsir aðskota-
hlutir (corpora aliena).
Aðskotahlutir. Svo nefnast þeir hlutir, semi
komast inn i líkamann og eiga þar ekki heima, t. d saum-
nál, er kann að brotna í flngri á saumastúlku eða pen-
ingur, sem barni verður á að gleypa; það er næsta ótrú-
legt hvað fólk getur gleypt í sig, ekki síst börn og geð-
veikir menn. Flest af þessu dóti gengur niður af sjúkl-
ingunum með saurnum, en getur þó stundum staðið fast í
vélindinu eða neðar í meltingarfærunum. Það vill nú svo>