Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 33
Skirnir.
Röntgensgeislar.
33
síður; þeim gengur aftur á móti miklu betur að kom-
ast í gegnum venjulega gluggahlera úr timbri, heldur
en nokkurnveginn þykka gluggarúðu. í raun og veru
komast R-geislar inn í eða gegnum alt sem á vegi þeirra
verður, en þó er mjög mikill munur á hve mikið viðnám
efnin veita þeim ; erfiðast gengur þeim gegnum málma,
en stöðvast þó ekki á rás sinni af málmþynnum. Venju-
legur fatnaður tefur sama og ekkert fyrir þessum furðu-
legu geislum og stæði því í rauninni nokkurnveginn á
sama hvort sjúklingar væru skoðaðir með geislum, í föt-
unum eða berir, ef ekki væru í fatnaði manna hringjur,
tölur, krækjur og prjónar, sem trufla skoðunina. — Það
er kunnugt, að ijósgeislar brotna þegar þeir lenda skáhalt
t. d. á gleri eða vatnsfleti; þetta gera R-geislar ekki, þeir
breyta aldrei stefnu sinni, líta hvorki til hægri né vinstri.
R-geislar geta valdið »glóri« (fluorescens) þ. e. a. s. komið
sumum efnum til þess að lýsa í myrkri; þetta eðli geisl-
-anna er notað til þess að framleiða skuggamyndir við
svokallaða Röntgenslýsing, sem síðar mun vikið að.
— Loks valda R-geislar efnabreytingum og mest er um
vert í þessu efni, að þeir hafa sömu áhrif og ljósgeislar
á venjulegar ljósmyndaplötur.
Myndun geislanna. Til þess að framleiða
R geisla þarf rafmagn; straumurinn þarf ekki að vera
mjög sterkur, en hafa verður hann mjög háa spennu.
Rafmagnsspenna er mæld í Voltatali. Spenna þess straums,
sem hafður er til ljósa, er venjulega 220 eða 110 Volt,
stundum enn lægri; við framleiðslu sterkra R-geisla þarf
spenna rafmagnsins að vera margir tugir þúsunda Volt.
Straumi með þessari geysiháu spennu er svo veitt gegn-
um Röntgenslampa, þeir eru úr næfurþunnu gleri. R-lamp-
ar, sem notaðir eru á seinni árum, eru oftast nær hnött-
óttir, á stærð við mannshöfuð eða minni; þessi stóru gler-
hylki eru dæld nærri alveg lofttóm. Rafmagnsstraumnum
er veitt að lampanum á tveim stöðum, um forskaut og bak-
skaut, og streymir svo gegnum lampann. Eg gat þess, að
R-lainparnir væru nærri því alveg lofttómir og er því
3