Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 33

Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 33
Skirnir. Röntgensgeislar. 33 síður; þeim gengur aftur á móti miklu betur að kom- ast í gegnum venjulega gluggahlera úr timbri, heldur en nokkurnveginn þykka gluggarúðu. í raun og veru komast R-geislar inn í eða gegnum alt sem á vegi þeirra verður, en þó er mjög mikill munur á hve mikið viðnám efnin veita þeim ; erfiðast gengur þeim gegnum málma, en stöðvast þó ekki á rás sinni af málmþynnum. Venju- legur fatnaður tefur sama og ekkert fyrir þessum furðu- legu geislum og stæði því í rauninni nokkurnveginn á sama hvort sjúklingar væru skoðaðir með geislum, í föt- unum eða berir, ef ekki væru í fatnaði manna hringjur, tölur, krækjur og prjónar, sem trufla skoðunina. — Það er kunnugt, að ijósgeislar brotna þegar þeir lenda skáhalt t. d. á gleri eða vatnsfleti; þetta gera R-geislar ekki, þeir breyta aldrei stefnu sinni, líta hvorki til hægri né vinstri. R-geislar geta valdið »glóri« (fluorescens) þ. e. a. s. komið sumum efnum til þess að lýsa í myrkri; þetta eðli geisl- -anna er notað til þess að framleiða skuggamyndir við svokallaða Röntgenslýsing, sem síðar mun vikið að. — Loks valda R-geislar efnabreytingum og mest er um vert í þessu efni, að þeir hafa sömu áhrif og ljósgeislar á venjulegar ljósmyndaplötur. Myndun geislanna. Til þess að framleiða R geisla þarf rafmagn; straumurinn þarf ekki að vera mjög sterkur, en hafa verður hann mjög háa spennu. Rafmagnsspenna er mæld í Voltatali. Spenna þess straums, sem hafður er til ljósa, er venjulega 220 eða 110 Volt, stundum enn lægri; við framleiðslu sterkra R-geisla þarf spenna rafmagnsins að vera margir tugir þúsunda Volt. Straumi með þessari geysiháu spennu er svo veitt gegn- um Röntgenslampa, þeir eru úr næfurþunnu gleri. R-lamp- ar, sem notaðir eru á seinni árum, eru oftast nær hnött- óttir, á stærð við mannshöfuð eða minni; þessi stóru gler- hylki eru dæld nærri alveg lofttóm. Rafmagnsstraumnum er veitt að lampanum á tveim stöðum, um forskaut og bak- skaut, og streymir svo gegnum lampann. Eg gat þess, að R-lainparnir væru nærri því alveg lofttómir og er því 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.