Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 49
* Skírnir.
UöntgensgeÍ8lar.
49
R-myndir. Geislarnir fara t. d. næstum því eins hæglega
gegnum demant eins og loft eða vatn; þannig má að-
greina tæran demant frá silfurbergi, hvítum safír eða
tópassteinum, sem veita geislunum rniklu meira viðnám
. og gefa því sterkari skugga. Skírar perlur hleypa líka
geislunum jafnhæglega gegnum sig og demant, en fals-
perlur miklu síður.
M a t v æ 1 i eru líka stundum skoðuð með R-geislum
til þess að leiða í ljós falsanir, t. d. ef matvælin eru
blönduð ýmsum litarefnum úr málmsamböndum; oft geta
eitranir stafað af slíkum fölsunum.
Fundur R-geislanna heíir skapað alveg nýja iðnaðar-
. grein, sem sé tilbúning allra þeirra dýru og margvíslegu
áhalda, sem notuð eru á R-stofnunum. Erlendis eru R-
áhöld á öllum sjúkrahúsum, nema þeim allra minstu, og
flest heilsuhæli þurfa líka á R-vélum að halda. Að fram-
leiðslu R-tækja vinna tugir þúsunda iðnaðarmanna í ýms-
i um löndum; ein verksmiðja i Berlín segist hafa 800 manns
: í vinnu, sem eingöngu starfa að R-iðnaði. Vélarnar taka
stöðugt breytingum; með hverju ári eru þær fullkomnað-
ar. Þær ganga líka mikið úr sér; R-lampar, sem kosta
hátt á annað hundrað krónur, endast venjulega ekki
nema nokkra mánuði, stundum bila þeir jafnvel eftir
fárra daga brúkun, og er sjaldan hægt að gera við þá.
R-lækningarnar hljóta því altaf að verða dýrar.
Hvað eru R-geislar? Það veit enginn með vissu.
Vísindamennirnir starfa stöðugt að lausn þeirrar gátu.
Menn gera sér aðallega tvennskonar hugmynd um hvað
geislarnir í raun og veru séu. önnur kenningin er sú,
að R-geislar séu eins og ljósgeislar sveiflur í ljósvakan-
um; sveiflulengdin sé aðeins miklu minni, ef til vill þús-
und sinnum styttri en ljóssveiflurnar, og komist R-geisl-
arnir þessvegna svo hæglega inn á milli frumagna efn-
anna og þannig gegnum þau; þetta er svokölluð s v e i f 1 u-
kenning. Hin hugmyndin, sem menn gera sér um insta
■ eðli geislanna, er svonefnd efnis-kenning; samkvæmt
4