Skírnir - 01.01.1916, Page 102
102
Ritfregnir.
Skirnir.
■eins og próf. F. j. hefir áður ætlað. B. Sv. hefir tekið vísuhelm-
inginn svo saman: Bilgjarn hringnjörðr laust á
herðar Birni blunda (fyrir Geirmund) horni — varat
hrynþorn. Þetta virðist miklu nær og með þeim hætti má
skilja, að mönnum hafi þótt »gaman at« vísunni. Það er óneitan-
lega broslegt, er skáldið telur Þorgils svo bilgjarnan, að
hann lýstur á herðar Birni blunda, ekki með b r y n þ o r n i (þ. e.
sverði), heldur með horni, er hann hygst að hefna Geirmundar.
Rúmið leyfir ekki að fara nánara út í þessi efni hér, og væri
þó enn á margt að minnast. Yfirleitt virðist Benedikt hafa verið
mjög heppinn í skýringum sínum á v/sunum og komist nær hiim
rótta en aðrir, sem við þær hafa fengist; en að jafnaði eru vís
rurnar í Sturlungu ekki myrkar nó torskildar.
Að endingu fylgir nafnaskrá yfir alla Sturlungu. Eg hefi ekki
ikannað hana. En só þó, að lagfært ei ýmislegt, sem miður var
rétt f hinum fyrri nafnaskrám við Sturlungu og enn fremur hefir
höf. víða sett dánardægur og dánarár manna í svigum við nofn
þeirra, og er það til mikilla bóta.
Yfirleitt virðist þessi útgáfa Sturlungu vera útgefendunum til
sæmdar og bera af öðrum alþýðuútgáfum fornrita vorra.
Páll Eggert Ólason.