Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 78
78
Utan úr heimi.
Skirnir. •
um vöruefnum, koma í veg fyrir óþarfa eyðslu á þeim og koma
skipulagi á notkunina. Til þess að komast eftir hvernig ástandið
væri í Þ/zkalandi, voru svo í byrjun ágústmánaðar sendar fyrir—
spurnir til atvinnurekenda, og þegar svörin komu, var hægt að sjá
hvar og hve mikið væri til í landinu af vöruefnum. Auk þessa
þurfti að ákveða hverir fengju afnotarótt á vöruefnum, og
voru iðnaðargreinar þær, sem í hlut áttu, hvattar til að koma
sjálfar skipulagi sín í milli á aðdrætti og niðurjöfnun vöruefnanna.
Iðngreinar þessar stofnuðu þá í þessu skyni vöruef nahl uta-
f ó 1 ö g, og fengu þau rétt til að leggja löghald á birgðir.
Fólög þessi eru undir umsjón ríkisins, og hefir umsjónar-
maður ríkisins synjunarrótt. Fólögin mega ekki gefa neinn ágóða.
Samhliða fólögum þessum var komið á fót óvilhöllum dóms- og
niðurjöfnunarnefndum, sem skera úr því hvernig vöruefnunum skuli
skift niður.
Vöruefnunum er jafnað niður á þann hátt, að verksmiðjurnar
geti sem bezt fullnægt þörfum hersins.
Hernaðarþarfirnar höfðu nú í för með sór umbreytingu
iðnaðarins, þannig að friðarstörfin voru minkuð eins og fram-
ast var unt og verksmiðjurnar látnar vinna fyrir herinn. Starfabreyt-
ing þessi var gerð af iðngreinunum sjálfum með tilstyrk ríkisins;
áttu tvö aðal-sambandsfélóg iðnaðarins mikinn þátt í þessu, og settu
þau á fót sameiginlega ófriðarnefnd. Voru nú nýjar iðngreinar
stofnaðar og aftur á móti hætt við /miskonar framleiðslu aðra.
Telst mönnum nú að fjórir fimtu hlutar iðnaðarins
vinni að mestu leyti í þarfir hersins.
Alt var gert til að auka vöruefnabirgðirnar. I n n f 1 u t n -
i n g u r frá hlutlausum þjóðum var aukinn svo mikið sem unt var,
t. d. með undanþágum frá tollskyldu o. fl. I 1 ö n d u m þ e i m,
sem Þjóðverjar lögðu undir sig, voru settar á fót h a g-
n e f n d i r til þess að útvega vörur þær, sem herinn þarfnaðist, og
koma þeim til miðstöðva á Þ/zkalandi, en þar eru þær greindar
sundur og síðan sendar þangað sem á að nota þær. 0 f r i ð a r -
-hagshlutafólag var stofnað til að hagn/ta sór et'ni þau í
óvinalöndum, sem hernaðariðnaðurinn þurfti ekki á að halda. Á
þenna hátt hafa Þjóðverjar t. d. tekið að herfangi ull fyrir yfir
500 miljónir marka. í sjálfu Þ/zkalandi var svo vöruefnum
safnað saman eins og hægt var. Ríkið lagði löghald á fágæt vöru-
efni og menn voru skyldir að láta þau af hendi, t. d. koparmuni.
Loks breyttu menn til um vöruefni, þ. e. a. s. notuðu n/j--