Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 59

Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 59
Skirnir. Draamljóð. 59 svo leiðar sinnar, og var unglingsstúlka, sem henni var kunnug, látin fylgja henni fram undir hálsinn. Fremur var Guðrún fátöluð að þessu sinni, en áður þær skildu kastaði hún fram þessari vísu: Vofur allar eru á ferð út þá hallar degi. Eg mun varla öfundsverð ein á fjallavegi. Stúlkan nam vísuna. Ámálgaði hún við Guðrúnu að snúa heim með sér og þiggja gistinguna. En það var ekki við það komandi, kvað hún engan mega sköpum renna og kvaddi stúlkuna. Liðu svo nokkrir dagar. Undraðist enginn um Guð- rúnu, því veður hélzt allgott til næsta dags. En þriðju nótt eftir dreymdi stúlku þá er Guðrúnu hafði fylgt, að hún kæmi til sín, var hún föl og fannbarin og kvað: Feigðarelfan fanst mér djúp, fór sem hugur spáði. Nú er eg falin fannahjúp fram á köldu láði. Stúlkan sagði frá draumnum og vísunni um morgun- inn. Var nú farið að spyrjast fyrir um ferðir Guðrúnar. Hafði hún ekki komið fram. Var hennar leitað og fanst hún örend skamt frá læk, er féli úr gili þar í hálsinum. Var þess getið til, að hún hefði fallið í lækinn niður um ís, komist að vísu upp úr honum aftur, en orðið innkulsa af vosbúðinni, lagst svo fyrir og liðið í brjóst, því frost var nokkuð, þó veður væri að öðru leyti meinlaust. Fvrir mörgum árum bar það til vestur í Dölum, að ungur maður, Olafur að nafni, varð úti í fjallgöngum. Var hans lengi leitað og fanst hann ekki. Um sama leyti eða litlu fyr dó faðir hans, gamall maður forn í skapi. Lagðist sá orðrómur á, þótt undar- legt megi virðast, að það væri af völdum gamla manns- ins að Olafur fyndist eigi. Styrktist og að mun við það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.