Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1916, Side 98

Skírnir - 01.01.1916, Side 98
98 Ritfregnir. Skirnin- segir frá. Og eigi er rninna um vert atgervismenn andans, sem þá eru uppi. Og innan um alt sukkið og samvizkuleysið finnum vér þó eigi allfáa göfuglynda menn, er sýndu, hverir drengir þeir voru, er á reyndi, og einlæga ættjarðarvini, sem ríkast báru fyrir brjósti heill og hag íslands. — Öllu þessu er lýst svo í Sturlunga sögu, sem brugðið væri upp fyrir lesendur stórfeldum sjónleik, rnarg— þættum og mikilfenglegum. En hér er ekki tóm til þess að fara lengra út í þá sálrna. Sturlunga saga hefir jafnan verið lesin allmjög hér á landi. Vottur þess er hinn mikli fjöldi pappírshandrita, sem til er af sög- unni. En útgefin var hún fyrst á prenti af hinu íslenzka bók- mentafélagi 1816—1818 í tveim bindum. Bjarni Thorsteinsorr, síð- ar amtmaður, hafði þá útgáfu á hendi með aðstoð nokkurra stú- denta, og voru þeirra verkdrýgstir Sveinbjörn Egilsson og Gísli' Brynjólfsson, síðar preRtur á Hólmum. Þessi útgáfa sögunnar tiáði allmikilli útbreiðslu hér á landi og mátti teljast vel af hendi leyst, eftir því sem vænta mátti á þeim tímum. í annað sinn er Sturlunga saga útgefin í Öxnafurðu af dr. Guð- brandi Vigfússyni, einnig í tveim bindum, með merkum formála um fornbókmentir vorar. Eigi náði sú útgáfa mikilli útbreiðslu hér á landi, enda var hún alldýr. En utanlands mun hún hafa selst drjúgum. I þriðja sinn er Sturlunga saga gefin út af hinu konunglega norræna fornfræðafélagi, í tveim bindum, árin 1906 og 1911; hafði dr. Kálund þá útgáfu á hendi, og hafði þá áður þýtt söguna á dönsku og gefið út í Kaupmannahöfn árið 1904. Þessi útgáfa Ká- lunds fullnægir kröfum þeim, sem menn nú gera til vísindalegra útgáfna á fornritum, og eftir henni hafa þeir farið útgefendur Sturlunga sögu, er hún nú kom út í fjórða sinn. Að eins hafa þeir fært samræmi í stafsetninguna og breytt til venjulegrar reglu- bundinnar fornritastafsetningar, svo sem tíðkast um alþýðlegar fornritaútgáfur. Sömuleiðis hafa þeir tekið upp í textann sumstaðar það, sem framar greindi eða betur þótti horfa í öðrum handritum en aðalhandritunum, sem alt er greinilega tilfært í útgáfu dr. Ká- lunds. Eru þessir útgefendur þeir menn, að ekkl þarf að efa, að þetta muni gert með gát og nákvæmni. Þar á móti hafa þeir farið eftir útgáfu dr. Guðbrands Vigfússonar í skiftingu sagna- bálksins í sögur og kapítula, og er það vel, því að flestar ritgerðir um Sturlungu hafa tilvitnað í útgáfu dr. Guðbrands, síðan hún*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.