Ný félagsrit - 01.01.1842, Blaðsíða 80
80
UM SKOLA A ISLANDI.
bæ þann sem skólinn er í; svo er og boSií), ab kenn-
arar og piltar skuli allir í sameiningu gánga í kirkju
og til altaris, og á hverjum laugardegi, að afloknu
vikuverki, safnast allir til andaktar í skólastofunni
og til bænar og saungs á hverjum morgni. ”þegar
gubrækni þessi er framin meb alvöru og hreinum hug,
þá helgast fyrst vib hana samviuna kennara og læri-
sveina, og starf hvorutveggju nýtur guðs hlessunar, án
hverrar ekkert manns starf hefir framgáng eba getur
staðizt”, segir tilskipanin. Frí eru alls 10 vikur á ári;
en aí> gefa frí einstaka daga er hannah strengiliga, nema
sunnudaga, bænadag og uppstigníngarda^.
Af því sem hér er lýst í fám orðum er það auðsært,
að skólunum er sett^það mið, að vekja og styrkja og
fullkomna hjá enuifi úngu alla góða krapta, andliga og
líkandiga, og búa hvern um sig svo undir að þekkíngu.
að hann geti eptir gáfum sínum og stétt styrkt til að
koma fram miði stjórnarinnar: framfor ogvelferð alls þess
félags sem hún er sett til að ráða yfir. Til að ná miði
þessu er leitazt við, að gjöra hvern einn svo færan í
þeim vísindagreinum og i'þróttum, sem mest gagn má
að verða í hverri stétt; en af því öllum er ætlað að
starfa til eins aðalmiðs, og eirikum af því, að afskipli
almennra málelna komast smámsaman í hendur þjóðanna
sjálfra meir og méir, fer það á seinni árum meir og meir
í vöxt, að kennslu allra er haldið í einni stefnu sem
lengst verður, og ekki aðskilin fyrr enn lyst og gáfnalag
enna úngu nianna sýnir hver stefna hverjum er hentugust.
þegar hugleiða skal augnamið skólanna á Islandi
sérílagi, sjáum vér, að það verður að vera yfirhöfuð að
tala hið sama og annarstaðar, og það er að eins með
tilliti til lögunar og framkvæmdar að lita verður nákvæi