Ný félagsrit - 01.01.1858, Qupperneq 3
alÞing og alÞingismal.
3
því, ab menn þdttust ekki vita betur — e&a vissu ekki
betur — en þab hefbi verib einúngis illa lagaímr yfir-
dúmur. Hin þribja stefnan var sú, aö nokkrir vildu fara
sem næst hinu forna alþíngi í öllu því, sem snerti vald
þíngsins og rbttindi: ab þab heffei fullt úrskurbarvald í inn-
lendum málum, ab Islendíngar fengi frjálslegan kosníngarrétt,
kjörgengi frjálsa, þíng nokkub íjölskipab og þínghald í heyr-
anda hljúbi, en halda ekki hinum forna alþíngisstab. j>ab
fúr ab vonum, ab annar flokkurinn sigrabi í mebferb máls-
ins, því þab féll stjórnarrábinu bezt, ab allt væri snibib
eptir Danmörku, en vib þab datt allmörgum af fyrsta
flokknum ketill í eld, og þóttust nú sjá ab alþíng mundi
ab engu verba; en hinir af þeim flokki, sem vægari voru,
gengu í hóp meb þeim sem vildu enn knýja á og fá
aukin smásaman réttindi alþíngis. þessi flokkur hefir
ávallt síban aukizt og eflzt á alþíngum, og haldib fram
stöbugt hinum sömu atribum, um ab auka og bæta rétt
alþíngis og vald, svo þab geti öblast fullt löggjafarvald
meb konúngi í öllum innlendum málum. Er þab nú
áunnib: ab kosníngarréttur er nú ekki lengur bundinn vib
fasteign, og íib kjörgengi er frjáls ; þínghald er í heyranda
hljóbi síban 1849, en tala þíngmanna er ekki fjölgub
nema um einn, meb því ab nú verbur Skaptafells sýslu
skipt í tvö kjördæmi og annar þíngmabur getur bæzt vib
fyrir Vestmannaeyjar, því nú verbur kosib í því kjör-
dæmi, sem eklci varb ábur. þetta atribi hefir þó ekki farizt
fyrir vegna mótstöbu stjórnarinnar, heldur vegna mót-
stöbu alþíngismanna sjálfra, af því svo lítur út, sem
sumir þeirra meti meira kostnabarauka þann, sem mundi
leiba af ef fjölgab væri þíngiWönnum, heldur en þab afl
og krapt, sem þab mundi veita þínginu ef þíngmenn væri
fleiri, svo þarmeb mundi ávinnast miklu fljótar ýmislegt
1*