Ný félagsrit - 01.01.1858, Qupperneq 33
ALþlNG OG ALþlNGISMAL.
33
þegar þau voru birt á þíngi og enginn mælti í móti.
þegar landsyfirrétturinn var settur um aldamótin (11.
Juli 1800), þá var honum fengib á hendur af) birta lögin,
og ab íslenzka þa<3 af þeim, sem ætti a& vera lög á
Islandi. þetta mátti heita einskonar löggjafarvald, en
þaö er eins og ytirrétturinn hafi ekki gjört sér ljósa hug-
rnynd um, hvaö í því gat legiö, og þessvegna hóf justi-
ziarius í réttinum, eptir aö hann hafði haft vald þetta
í 18 ár, þá fyrirspurn (1819): hverri reglu fylgja skyldi,
til aÖ ákveÖa hver lög ætti aö gilda á Islandi, eöa hvort
öll þau gilti, sem þínglesin væri viö yfirrétt eöa á alþíngi.
Utúr þessu kom úrskuröur konúngs 6. Juni 1821, sem
veitir lögstjórnarráöinu aö nokkru leyti vald til aö ákveöa
hvað gilda skuli á Islandi, og aö leita atkvæöa um þaÖ
hjá amtmönnum á landinu. þetta gekk þángaötil 1831,
aö konúngur tók þaö af landsyfirréttinum aö íslenzka
lögin, og boöaöi í tilskipun 21. Decbr. 1831, aö í staö
þess, aö yms almenn lög frá Ðanmörku hafi veriÖ lög-
leidd á Islandi á fyrirfarandi árum meö konúngsbréfum
(Reskriptum) til yfirvaldanna, þá skuli nú héöanaf koma
út tilskipanir um þetta efni, „er bæöi á íslenzku
og dönslcu máli auglýsast á prenti“. Skömmu síðar
(1833) var hætt aö auglýsa lagaboö viö landsyfirréttinn,
og hefir þeim síÖan ekki veriö lýst ööruvísi en á mann-
talsþíngum. Eptir tilskipun þeirri er þegar var nefnd,
frá 21. Decembr. 1831, gátu menn ekki skiliö annaö,
en aö þaö væri skýlaus lagaregla, aö þau ein lög
skyldi gilda á íslandi sem væri prentuö á íslenzka túngu,
eöa bæÖi á Dönsku og Islenzku, en þau lög gildi ekki,
sem ekki sé þannig úr garöi gjörö. Landsyfirrétturinn á
Islandi og hæstiréttur hafa tekiÖ þetta enn greinilegar
fram, því þeir hafa dæmt svo, aÖ ekkert lagaboÖ sé
3