Ný félagsrit - 01.01.1858, Page 37
alÞing og alÞingismal.
37
afe þeim finna í sjálfu sér. Til þess teljum vér tilskipunina
um fjárforráí) ómyndugra (28. Febr. 1847), veibilögin
(20. Juni 1849), erfbalögin (25. Sept. 1850), prentliigin
(9. Mai 1855) og framar öllu verzlunarlögin (15. Aprill854),
því þó verzlunarlögin beri ekki nafn alþíngis, og sé gefin
út í því formi, sem ekki er í fullkomnum skilníngi löglegt,
eba samsvarandi réttindum alþíngis ab lögum, þá eru uppá-
stdngur þjóbfundarins og áskoranir alþíngis aÖalundirstaba
þeirra. Lögin um bæjarstjórn í Reykjavík (27. Nov. 1846),
og um byggínganefnd á Akureyri (6. Januar 1857), hafa lagt
nokkurn vísi til bæjalífs á þessum stöbum. þab má og
kallast ágæt réttarbót (op. br. 2. April 1853), ab landeigendur
hafa fengib aptur rekarétt þann, sem af þeim var tekinn
fornspurbum og naubugum 1593, en alþíng haffei þá ekki
þrek til ab verja. Sömuleifeis horfir þaö til hagræbis, ab af
eru teknir skylduflutníngar embættismanna (10. Febr. 1847),
og fleiri gjöld jöfnufe e&a greinilegar ákvebin en ábur var.
Lögin um ab breyta fimm ára hreppnum til tíu ára mættu
mótmælum af hendi stjórnarmannanna, en sú breytíng
virbist þó hafa verib til batnabar (op. br. 6. Juli 1848).
þab ætlum vér og hafa verib hagkvæm lög, sem sett hafa
verib ab rá&i alþíngis um fardaga presta (tilsk. 6. Januar
1847). Sunnudaga-tilskipanin (28. Marts 1855) segja
margir ab hef&i mátt missa sig, en ekki fáum vér betur
séb, en ab hún hafi fremur bætt en spillt. Hin gamla
tilskipan, 29. Mai 1744, hefir aldrei haft mikilli viruíngu
ab fagna á íslandi, meban hún stób, og þó stöku prestar
kæmist svo Iángt, ab ákæra menn um helgidagsbrot, þá
var þab varla til annars, en til a& espa óhlutvanda menn því
meira til helgispjallanna, því helgidagsbrotin komust sjaldan
efea aldrei Iengra en á pappírinn. En hjá allri alþýbu manna
hefir vakii) sú fagra tilfinníng, aí) halda hvíldardaginn