Ný félagsrit - 01.01.1858, Qupperneq 47
alÞing og alÞingismal.
47
þegar á alþíngi sýnileg merki þess, a& fáir treystu mjög
þessu nýja mati, þó oflángt þætti vera komiij fram í þaf) til ao
kasta því. það sýndi sig bezt í því, sem stúngib var uppá og
þíngiö samþykkti, ab þetta jaröamat skyldi endurskobast
aö 20 árum lifenum. Island á þá aö vera undirbúiö aö hafa
rángt jaröamat í 20 ár, til aö fá þá aptur nýja tilraun
til jaröamats og nýjan kostnaö. Vér sjáum þessa engin
not, en miklu fremur mikinn óhagnað í alla staöi.
Aö forminu til er mikill og undarlegur galli á vorum
lögum, sem vér ætlum ekki eiga sér staö nokkurstaðar í
heimi, þar sem svo á aö heita aö þjóöin njóti þeirra
réttinda, aö mega tala sínu máli, að eiga fulltrúa-
þíng meö réttindum til aö ræöa löggjafarmál og sér-
hver önnur stjórnarmál landsins á þess eigin máli; aö
hafa kirkjustjórn, skólastjórn og dómaskipan einnig á
sínu eigin máli. þessi galli er sá, aö lög Islands koma
út bæöi á Dönsku og Islenzku, en þannig, að Danskan
ein er undirskrifuð af konúngi, og helir aö því leyti
meira gildi en Islenzkan, en Islenzkan ein er aptur þínglesin,
og hefir að þeim helmíngnum meira gildi en Ðanskan.
þaö viröist einsog sjálfsagt, aö sá textinn gildi meira, sem
er meö undirskript konúngs, en hinn, sem hana vantar;
en þaö virðist eins sjálfsagt, að þau lög, sem eiga aö
skuldbinda menn, veröa aö vera birt þeim á því máli sem
þeir skilja, og bæöi landsyfirrétturinn á íslandi , og jafnvel
hæstiréttur, þar sem tómir danskir menn dæma, og á
þeim tíma var kallaö að konúngur dæmdi sjálfur, hafa
báöir dæmt, aö þau lög væri ekki gild á íslandi sem
ekki væri þínglesin á íslenzku frá upphafi til enda
(sbr. tilskip. 21. Decbr. 1831). Nú eru lagafrumvörp öll
lögö fram á alþíngi á Islenzku, því alþíng hvorki þekkir
né er skyldugt til að þekkja hvernig þau eru á Dönsku;