Ný félagsrit - 01.01.1858, Qupperneq 48
48
ALþlNG OG ALþlNGISMAL.
þau eru rædd á íslenzku; breytíngaratkvæíii borin upp og
atkvæbi greidd á Islenzku; álitsskjöl til konúngs og uppá-
stúngur þíngsins um breytíngar einnig ritub á Islenzku;
alþíngistíbindin prentub á Islenzku, en ekki Dönsku. Allt
þetta bendir þú til þess, afc Islendíngar eigi töluvert
meiri þátt í mefcferfc mála þessara en Danir, einsog von
er til og efclilegt er. En samt lendir í því á endanum,
afc lögin koma út einsog afcalmálifc á þeiin sé Danska,
en þau eru birt eins og þau væri ekki til á Dönsku.
þafc væri gaman afc vita, hvernig lögvitríngar vorir mundu
svara því, ef menn segfci afc slík lög væri öll úgild, því
ekkert þeirra heffci fullt laga-einkenni. Ef vér nú lítum
á máliö sjálft, þá má þafc þykja nokkufc skrýtiö, afc þar
sem bæfci stjúrnin sjálf og hin danska þjúfc almennt játar,
einsog enginn heldur getur neitafc, afc íslenzka sé stofn-
málifc á Norfcurlöndum; þar sem hún hefir kostafc peníngum
til afc koma á prent íslenzkum ritum, fórnum og nýjum,
lætur kenna Islenzku vifc háskúlann, og ef til vill í
skúlunum þegar fram lífca stundir. læzt virfca þjúfcerni
Norfcurlanda og forna mentan, sem Islendíngar hafa bæfci
bezt og lengst haldifc vifc; þafc má þykja nokkufc skrýtifc,
segjum vér, afc þessi sama stjúrn skuli neita oss um einn
hluta af vorum náttúrlegu réttindum, sem er afc hafa full-
gild lög á voru eigin máli, einsog vér höfum öll þínghöld
og dúmaskipan. því hefir verifc kennt um, afc konúngur
vor skildi ekki Islenzku; en í hverju tilliti mundi hann
skilja minna én Kristján sjöundi, sem skrifafci undir mörg
lagabofc á Islenzku, efca Frifcrik sjötti, efca hin gömlu
stjúrnarráfc, sem voru fyrir og eptir aldamútin, efca hvers-
vegna skyldi konúngur vor neita afc skrifa undir lög
handa oss á Islenzku, þegar hann hefir skrifaö undir bofcs-
bréf fornfræfcafélagsins á Islenzku. I mörgum ríkjum er