Ný félagsrit - 01.01.1858, Síða 70
70
alÞilNG og alÞingismal.
hennar er varib eptir reglum þeim sem fyrir eru laghar,
ef)a hvort ekki mætti verja þeim betur. Um þet.ta hefir
stjðrnin heldur aldrei hugsah, nema þegar eitthvaö slíkt
hefir komiö fyrir, aö hún hefir nærri því neyözt til þess,
og sama lítur út til sé almenn hugsun á íslandi. Menn
kalla reyndar og linna ekki hljúöum, aö fá aö sjá á
prenti reiknínga fyrir hverjum sjóöi og hverri stofnun,
einsog vera á og rétt er, en þegar reikníngarnir koma
fram, þá þagna allir, eöa lofa og vegsama hlutaBeigendur,
ekki fyrir þaö hvernig reikníngurinn sé, eöa hversu vel
sé variö sjóÖum þeim sem um er aö ræöa, heldur einúngis
fyrir þaö þeir auglýstu reiknínginn, sem bein skylda
þeirra var. Slíkur barnaskapur, lægi oss viö aö segja,
einkum þegar hann kemur fram hjá alþíngismönnum og
blaöamönnum, getur ekki annaö en oröiö til aÖ hnekkja
allri virÖíngu fyrir alþýölegum dómi, og venja hlutaöeig-
endur á aö gegna skyldum sínum annaöhvort beint eptir
geöþekkni, eöa fyrir siÖasakir.
Vér tökum til dæmis stjórnina á eígnum spítalanna,
sem heföi getaö dregiö til þess sjóös miklu meira, án þess
aö íþýngja neinum, og meö því hrundiö fram því máli
sem oss ríöur einna mest á af öllum, sem er umbót
læknaskipunarinnar. Vér tökum annaÖ dæmi af stjórn
kristfjárjaröanna og fátækra-jarÖa, sem nú eru aö kalla
má allmargar ekki til annars en til aö rífka tekjur ein-
stakra presta eöa prófasta, sem aö vísu ekki hafa ofmikiÖ
hvort sem er, en eru þó ekki réttilega kjörnir til þessa.
Vér sleppum aö minnast á stjórn kirkjufjánna og kirkju-
jaröanna, því vér teljum þær ekki eiginlega hér meÖ,
enda þryti fyr daga en dæmi, ef telja skyldi alla þá sóun
og óstjórn, sem þar á hefir veriÖ, helzt síöan um siÖa-
skiptin, og fer ekki stórum mínkandi enn í dag. þaö veitti