Ný félagsrit - 01.01.1858, Side 109
alÞing og alÞingismal.
109
öíirum landslögum, nema frumvarp um þaÖ sé boriö undir
alþíng til ráöaneytis; og hvaí) skyldi menn þá segja um
hitt, afc selja eöa leigja lóö og lönd handa utanríkisþjóöum ?
— En af því ekki er ætíö sagt, aö stjórnin fari eins vitur-
lega ab og í þessu máli, þá ætti alþíng aö varast aö
afsala sér atkvæÖi aö fyrra bragöi, heldur aö geyma rétt
sinn óskertan til aö segja álit sitt um öll þau mál, sem
Island varöar, og um fiskimál þetta er réttur þíngsins svo
augljós, og svo almennt viöurkenndur annarstaöar í líkum
efnum, aö t. a. m. Englands stjórn hefirnýlega boriÖ líkt
mál undir þíngiÖ á Nýfundnalandi, um fiskiverkun Frakka
þar á landi, og þegar þíngiÖ neitaÖi leyfi til þess, þá tók
Engla drottníng eöa stjórnin aptur leyfi, sem hún var
búin aö gefa Frökkum. þannig virti stjórn hins
volduga Englands atkvæöi þíngsins í einni sinni minnstu
nýlendu; hversu skyldum vér þá sjálfir svipta oss atkvæöi,
sem eigum aÖ réttu lagi fullkomin löggjafarréttindi skiliö ? —
Oss virÖist fullkomin ástæöa til miklu framar, meöan Is-
land hefir ekki hluttekníng í alríkisþínginu, aÖ alþíng
leiti sér atkvæöis um hvern þann samníng ríkisins viö
önnur lönd, sem snertir Island. Vér vildum annars óska,
aö sem flestir Islendíngar vildi lesa meöferö þessa máls
1857 í alþíngistíöindunum, því vér ætlum, aö varla hafi
umræöur um nokkurt mál á alþíngi veriö sköruglegri eöa
þíngmannalegri í alla staÖi, eba annaÖ mál yfirhöfuö aö
tala betur af hendi leyst af þíngsins hálfu.
I mörgu hefir aukizt hagræöi fyrir þíngmönnum síöan
á fyrsta alþíngi. Nú hefir þíngiÖ fengiö bókasafn. sem
gjörir allmikiÖ hagræöi, þó þaö sé ekki stórt. Frá bók-
mentafélaginu koma út skýrslur um landshagi á íslandi,
sem smásaman geta frædt þíngmenn um ástand landsins
í öllum greinum. Lagasafn handa Islandi er komiö lángt