Ný félagsrit - 01.01.1858, Qupperneq 139
BREF FRA ROMABORG
139
mifeur. ab Italir kunnu sér ekki h<5f þegar stjórnarbylt-
íngin kom 1848 um alla NorSurálfu, og heimtufcu af
Pius páfa þab sem honum var ómögulegt, en þab var,
ab gángast fyrir aö reka Austurríkismenn burt úr Italíu
og segja þeim stríb á hendur; hann svaraöi þeim, aí) hann
væri ekki einúngis veraldlegur stjórnari yíir litlum hluta
Ítalíu, heldur einkum yfirbiskup kirkjunnar, svo Austur-
ríkismenn og Frakkar o. s. frv. væri jafnt andiegir þegnar
sínir og Italir, og væri því óhæfa ab fara í stríb vií)
nokkura þeirra. þá fór ab réna vináttan milli páfastjórnar
og þeirra Mazziní’s og fylgjara hans, sem þóktust vera
mestir frelsisvinir og óvinir Austurríkis, því allur sá
flokkur hafbi ekki abhyllzt stjórn páfa nema í þeirri von,
afe geta beitt valdi hans á móti hinum útlendu, en þegar
því varb ekki fram komib kvá&u þeir uppúr og ur&u
hinir mestu óvinir páfa. þegar þeir drápu Rossi, sem
páfinn haf&i teki& til rá&gjafa af því hann var líklegastur til
ab rá&a úr vandræ&unum í Rómaborg, þá var úti öll von
um sættir, og páfinn var& a& flýja, þánga&til Frakkar
tóku Rómaborg og brutu ni&m' stjórn þeirra Mazzini’s.
Frá þeim tíma hefir frakkneskt setulib verib í Róraaborg,
og er kyrt a& kaila á Italíu. Herlib Frakka heldur kast-
alanum San Angelo (Engilsborg) vi& Tífur, nærri Va-
tikaninu, og þó flestir, sem muna eptir hAærnig fór 1849,
|>ykist ekki mega án þeirra vera, til afe halda reglu, þá
una Rómverjar því illa: þeim þykir afe Frakkar siti yfir
sæmdum sínum og hafa sem minnst vifeskipti vife þá.
Einstöku sinnum hafa óeyrfearseggir reynt a& glettast vife
þá, í fyrra haust t. a. m. réfeust nokkrir menn um nótt
á frakkneska dáta, sem voru næturverfeir vife Colosseum,
og ætlufeu a& drepa þá; þeir voru a& sönnu óvifebúnir, en
gátu þó varizt þánga&til lagsmenn þeirra komu fleiri a&