Ný félagsrit - 01.01.1858, Page 141
BREF FRA ROMABORG.
141
Vesturálfu o. s. frv. Hann hefir einnig kallaí) til Rónia-
borgar helztu biskupa úr ymsum löndum, ’ og gefife þeim
kardinálatign til þess ab hafa þá hjá ser til skrafs og
rábagjör&ar um öll mál, sem koma vi& kirkjunni í þeim
löndum; sumir þeirra búa í Rúm, t. a. m. Villecourt,
kardináli frakkneskur, og Reisach kardináli, sem var erki-
biskup í Miinchen á þýzkalandi, en Wiseman, kardináli
og erkibiskup í Westminster á Englandi, er látinn vera
vi& stúl sinn, og svo fleiri. Einnig hefir Pius páfi látib
sér mjög annt um gu&fræ&iskennslu vib prestaskúlana í
Rúmaborg. Flestar þjú&ir í Nor&urálfunni hafa þar hver
sinn prestaskúla, því þarfir þeirra eru svo misjafhar, ab
þú sama gubfræÖi sé kennd í þeim öllum, ver&ur allt upp-
eldi og annar undirbúníngur ab vera ætlabur fyrir föburland
hvers lærisveins; þannig hafa Englar, Irar, Frakkar og þjúö-
verjar allir prestaskúla í Rúmaborg, og nú eru tveir a&
bætast vi&, einn fyrir Bandafylkin og annar fyrir su&ur-
hluta Vesturálfu. — Eg hefi nú í Rúmaborg kynnzt vi&
presta úr flestum löndum í heimi, og þykir mér a&
allar sko&anir og allt ástand þeirra fari mjög eptir því,
hvernig ástatt er fyrir þjú&inni í hverju landi, því kirkjan
getur ekki breytt þjú&arskaplyndinu, en ver&ur a& haga
sér eptir |)ví, og gjöra sér sem bezt úr því, ef hún vill
á anna& borfe hafa nokkur áhrif á lífi&.
*) Kardinálar eru anna&hvort biskupar {cardinales episcopi), prestar
(cardinales presbyteri), e&a djáknar (cardinales diaconi) a& vígslu.
þeir sem eru biskupar hafa stóla sína í grend vi& Róma-
borg; prestarnir og djáknarnir eru kenndir vi& sóknarkirkjur í
borginni. Kardinálar, sem eru sóknarprestar i Róm, eru optast
biskupar, sem hafa stól sinn lángt frá Rómaborg, en þeir, sem
eru djáknar, fást einkum vi& veraldleg stjórnarmálefni; An-
tonelli kardináli, sem nú er helzti rá&gjaíi páfa, er djákni a&
vígslu. Kardinálar allir eiga a& kjósa páfann.