Ný félagsrit - 01.01.1858, Síða 154
III.
UM ÚTGÁFUK AF NOKKRUM ÍSLENDÍNGA-
SÖGUM.
pAÐ er fátt, setn er vandameira í fornfræbum, en afe
gefa vel út sögur vorar og fornrit; þab er því von til, ab
menn hafi valib ymsa vegu vib útgáfurnar, en einkum
eru þ<5 tvennar leibir, sem menn hafa farib,- og mætti
kalla sögulegar eba samanburbar útgáfur og stafsetníngar
útgáfur. Sögulegar útgáfur köllum vér þær, er útgefandinn
leitar fyrst ab ætterni allra þeirra handrita, sem hann finnr,
deilir þeim í flokka, og leitar sem verbr ab frumbók í
hverjum, en rybr burt öllum þeim, sem eru ritub eptir
annari bók, er menn þekkja, leggr síban til grundvallar,
ef .í handritunum finnast fleiri en einn knérunnr, þann,
sem ab gæbum tekr hinum fram, ebr elli, ebr hvoru-
tveggja, en hefir hina til samanburbar, til ab leibrétta
þab sem rangt virbist, en getr þess þó ætíb nebanmáls,
ef vikib er frá frumbókinni. En á síbari tímum hefir
hafizt flokkr, sem álítr þessa abferb ónóga, en vill prenta
hvab fyrir sig. þetta er rétt, þar sem sögur eru deildar
ab efni og skipan, einsog t. d. Gísla saga Súrssonar, en
þá fyrst verba þab réttar stafsetníngar útgáfur, þegar