Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Page 1
1
FBÉTTABÁIiKIIB.
1. Á R F E R Ð.
Eins og eg greindi stuttlega frá góðu árferðinni í
fyrra, og gat uni, hvað hverr mánuðurinn var öðrum
betri á árinu 1846, eins er ei einúngis liið sama að
segja af árinu, sem nú líður út, heltlur enn nú betra,
svo aungvir elztu menn á Vestfjörðum muna slíkan
vetur, sem þann, er síðast leið, það erað segja, frá
nýári til sumarmála. Svo mátti kalla, að ekki væri
frost, nema dag í bili, og varla festi snjó á jörð,
og þegar menn litu yfir land og fjöll, sáu menn ei
snjóa eða fannir, nema í háum fjallahlíðum, líkt og
jafnast er milli fardaga og jónsmessu, |)ví láglendi
var snjólaust, jörðin klakalaus, svo að sauðfé, og
jafnvel lömb geingu víða sjálfala úti. Gras á tún-
um og út til eya, enda sóley og fífill, sást þrisvar-
sinnum vera farin að spretta. Fuglar súngu dag og
nótt, eins og á sumrum; andir og æðifugl flokkuðu
sig kríng um eyar og nes, og viku ei frá sumar-
stöðvum sínum, og svo var að sjá, sem hvorki menn
né skepnur fyndu til vetrarins. Menn sléttuðu tún,
1